Próf á próf ofan
Það er ekki laust við að það verði nóg að gera næstu vikurnar.
Próf í sameindalíffræði á fimmtudaginn, hvar 80% eru nánast bráðnauðsynleg.
Pabbi, mamma og "litli"bróðir koma á fimmtudaginn, farið til búdapest á laugardaginn, komið heim síðdegis á sunnudegi. Próf í frumulíffræði á þriðjudaginn, og í vikunni þar á eftir próf í anatómíu. Ekki er sagan öll. Á föstudeginum, viku eftir anatómíuprófið, er próf í vefjafræði. Svo er pása í 2 vikur [sem verður náttúrulega engin pása, því vinna verður upp tapaðar klukkustundir í lestri hinna faganna] og svo koma aftur próf.
SVO KEMUR KALLINN Á KLAKANN!!!
<< Home