13.4.03

Síamskíví og Brundtré

Margir vita, en sennileg enn fleiri vita ekki, að Búdapest, og þar með Ungverjaland, er miðpunktur klámmenningar Evrópu, og hefur verið um nokkurt skeið. Þessi gagnslausi fróðleikur er vitagagnslaus, en er nauðsynlegur til skilnings fyrrihluta bloggsins. Hér í bæ eru tré nokkur sem ábyggilega heita góðum og gildum nöfnum. Þau hinsvegar lykta alveg ferlega, og giska ég á að lesendur geti komist að því upp á sitt einsdæmi hvernig. Þetta er náttúrulega tær viðbjóður. Auk þess hefur tré þetta blóm, sem lafir skemmtilega og minnir helst á ákveðið atriði úr "There´s something about Mary". HRIKALEGT

Jæja, síamskíví. Já, síamskíví. Samvaxnir loðnir ávextir í laginu eins og nýra fólks með horseshoekidney syndrome. Slíkt fólk er til, einn sem ungverjinn veit af er á kleppi og þjáist einnig af dextrocardiu... fróðleiksfúsir geta flett þessu upp.

|