Hvað er að ske?
Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu. Svartisauður (aka Gústi) er hættur að blogga. Allavega í bili. Ungverjinn hefur því tekið þá ákvörðun, að setja upp könnun hér til hliðar. Það er stór hópur lesenda sem tjékkar á hrútnum daglega, sumir oft á dag, enda kallinn duglegur við updateringu. Þetta er mikill missir fyrir bloggheima, og eiginlega hrikalegt!
Þess má svo geta að það fraus í helvíti í nótt, eða snemma í morgun. Það má merkja af því að nú er vor á Íslandi og það alhvít jörð í morgun. VIBBI!!!
<< Home