25.8.03

lax, lax lax, og aftur lax

Ungverji leit í laxveiði í Borgarfirði eftir dreggjar teitinnar, á laugardeginum. Eftir einn og hálfan dag af laxveiði, lágu tveir laxar og einn krati eftir Ungverja. Ekki slæmt það. Svo verður farið aftur í Borgarfjörðinn á fimmtudaginn. Spurning hvort veiðin verði meiri þá. Ef lesendur vantar lax, endielga hafið samband... það er aldrei að vita, nema hægt verði að redda einhverju...

|

partý, dóp og barsmíðar

Það verður nú að segjast, að súluteiti liðinnar helgar heppnaðist með miklum ágætum. Fólk mætti, nánast allt, fashionably late, fyrir utan það fólk, er frétti af atburðinum síðast. Magnaður skítur. Súlan var vannýtt að þessu sinni, þrátt fyrir að Sigurrós, vinkona úr 10. bekk, hafi tekið nokkur lipur spor. Sennilega ekki í fyrsta sinn sem sporin þau eru stigin. Fólk tyllti sér á hvort annað, lagðist í gólfið, hló dátt, skalf í jarðskjálfta en svo öflug var stemmingin. Talið var að Ungverji myndi ekki leggjast í bæinn, en annað kom á daginn. Var Ungverji gynntur í miðbæ Reykjavíkur. Þar var margt um manninn. Þar hitti Ungverji meðal annarra móður Víkings, hvurja hann hafði ekki séð árum saman. MAGNAÐ. Enn magnaðra var þó að hitta, með henni í för, vinkonur hennar, en þær voru báðar á svipuðum aldri og Ungverjinn. Önnur hverra var með Ungverja í bekk í Lækjarskóla. ÓTRÚLEGT. En að sjálfsögðu man Ungverji ekki hætishót eftir hnátunni, sem er miður því er hún allmyndarleg stúlkan sú. Nokkru eftir hitting þennan, hitti Ungverji Atlann á Ara. Þar var statt gengið (Atli, Martin, Tumi, Guðrún, Vala, Fríða Sigga, Ragnhildur og örugglega einhverjir fleiri). Fyrir utan Ara var fólk á spjalli. Aðvífandi kom þá merkur maður. Eða kannski ekki svo merkur. Það var ekki margt merkilegt við þennan mann, og för hans, nema það að hann ákvað að senda Ungverja nokkur góð spörk í annað lærið og síðuna. Eftir að Ungverji hafði klætt kauða úr skónum, fór hann aftur í hann. En áður en hann fór í hann, ákvað hann að slá Atla í eyrað. Magnaður endir á feiknavelheppnuðu kvöldi.
myndir koma rétt bráðum...

|

22.8.03

Dagurinn í dag

Dagurinn í dag er um margt merkilegur. Í dag fyrir 139 árum var Genfarsamningurinn undirritaður. Þessi samningur er í marga staði mjög merkilegur. Mér er hins vegar nokkurn veginn slétt sama, eins og flestum held ég. Þessi samningur virðist vera meira svona upp á punt, og er flaggað eftir hentisemi.

Í dag hringdi Ungverji í Ungverska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Þar var honum tjáð að vegabréfið, sem sent hafði verið til Kaupmannahafnar til vegabréfsáritunar, hefði verið sent til Oslo. Magnað. Hringt til Oslo. Þar var óviðkunnalegur maður fyrir svörum. Hann sagði að umsókninni hefði verið hafnað. HAFNAÐ. HAFNAÐ!!! Hvers á Ungverji að gjalda. Svo við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hlikkur hafði komið á tölvukerfið í ungverska innanríkisráðuneytinu. Konsúllinn taldi að þetta myndi reddast. Það skulum við nú líka vona. Annars er ljóst að þetta verður meiriháttarvesen, og mönnum verður slátrað.

Í dag á líka listakonan Tori Amos afmæli, ásamt Deng Xiaoping, Howie í Back Street Boys og Claude Debussy.

Svo er það víst líka Ungverji sem á afmæli.
Mamma og pabbi buðu í dinner í perlunni í gær af því tilefni. Hér má svo berja afmælisbarnið augum.



góðar stundir

|

Kallinn

Ungverji heimsótti Kallinn á síðustu vaktina í gær. Vaktin var viðburðarík. Löggan keyrði framhjá einu sinni. Annars var nú gaman að sjá kallinn í búningnum, vantaði þó bindið.
Þessi mynd var svo tekin af Kallinum í action:



Magnaður skítur

|

16.8.03

[ó]Menningarnótt?

Nú hefur Menningarnótt staðið í allnokkra klukkutíma [þrátt fyrir að nótt sé hvergi nærri, eða hafi verið nærri ströndum Íslands í marga marga klukkutíma] og allt farið fram með stakri ró og spekt. Ungverja er boðið til Atlans hvar verður án vafa hluti rjóma vina Ungverja, auk annarra langtífráslakra. Hlakkar Ungverji bara þónokkuð til að hitta lýðinn, en suma hefur hann ekki séð í marga mánuði [eftir því sem minni Ungverja rekur]. Rölt verður væntanlega niður í bæ, horft á Quarashi, Stuðmenn og Sálina, svo á púður brenna í loftinu í boði Reykjavíkur og landsmanna allra. Svo farið heim að sofa, enda ekki verið sofið síðan klukkan 7 í morgun, sökum hugsana, ógleði, spennings og stresss.

góðar stundir

|

boltinn

Enski boltinn byrjaði í dag. Poolarar keppa á morgun á móti margmilljarðaliði Chelsea. Kemur þá í ljós, hvort menn Houlliers hafa eitthvað að segja í þessa peningapolla.
Gaman var að sjá Ronaldo með MUFC í dag. Enn skemmtilegra var þó að hlusta á Arnar Björnsson verða ástfanginn af stráknum á þeim fáu mínútum sem hann lék með. Sérstaklega var það þó klént þegar Arnar sagði í 4 eða 5 skipti: "...og þeir vita bara ekkert hvernig þeir eiga að stöðva hann. Sjáiði strákinn!!!" En þessi orð flugu semsagt um leið og Ronaldo [eða kannski Reagano] fékk of langa sendingu, missti af boltanum og varnarmaður andstæðinganna hreinsaði frá. Magnað!

|

grillun

Grill í bústað heppnaðist vel. Ágætismæting, aðeins of mikill bjór drukkinn, og svolítill kóreubragur á svínakjötinu sem Ungverji lagði sér til munns. Maginn lét undan, upp úr hádegi daginn eftir.

|

11.8.03

Magnað, en skrýtið...

Ungverji, hefur undanfarið fengið undarleg sms svo sem: hæ, varstu á þjóðhátið

og svo núna: Ég vona að þú sért kominn yfir móralinn :-), en sama verður ekki sagt um mig :-( kveðja gamla

magnaður skítur...

Það skal svo tekið fram að undirritaður var ekki á þjóðhátíð, er ekki með neinn móral og veit í rauninni ekkert hvaðan á sig stendur veðrið...

|

hér er ekki kort af leiðinni upp í bústað...


(en ef þið nennið að klikka á myndir hérna til vinstri, ættuð þið að finna það...)

neðst er leiðin frá Reykjavík, gegnum Mjódd.
Komið er að hringtorgi við kirkjugarðinn, hvar síðasti exit er valinn, keyrt áfram og eins farið að með næsta hringtorg
Síðan er veginum fylgt sem leið liggur fram hjá hesthúsabyggðum, upp og niður brekku
Þá er komið að skiptingu vegarins, farinn er vinstri vegurinn, botnlangi sem heitir Sléttuhlíð.
Þeim vegi er fylgt í hvívetna alveg að Squernum, þar sem beygt er til hægri [efst á myndinni] þeim afleggjara er svo fylgt til enda, en þá blasir þetta hús við.

góðar stundir, og látið sjá ykkur...

|

Vinnulok

Vinnusumarið 2003 er búið. Ungverji var á síðustu vaktinni í gær. Til hátíðarbrigða, stungu stelpurnar upp á því að panta eitthvað gott að borða, og úr varð að fá thailensku matstofuna Mekong til matreiðslu. Ungverji var svo sendur út til að sækja. Úr varð hin ágætasta máltíð, þrátt fyrir að gömlu konurnar væru ekkert sérlega ánægðar með að þurfa að bíða eftir sínum mat tuttugu mínútum lengur en gengur og gerist. En hey, wadda fuck!!!

Annars var síðasta vaktin nokkuð ánæguleg, gott samstarfsfólk og svona. Svo fóru gömlu konurnar nánast að gráta þegar ungverji kvaddi þær. Nú tekur svo við gangstígagerð í Sléttuhlíðinni. Kærkomin tilbreyting frá neðanþvotti og naglaklippingum, dulcum og microlaxi, hægðum og hægðaveseni.

Grílurnar spurðu hér á árum áður: "Hvað er svona merkilegt við það, að vera karlmaður? Hvað er svona merkilegt við það, að bor´ í vegg?" Svona myndi engin spyrja nema kvenmaður. Það er fátt skemmtilegra en að bora í vegg, svo ekki sé nú minnst á að vinna á lyftara!!! Það verður gott að komast út undir bert loft og og moka möl og sand, stinga upp gras og helluleggja. Hrútar eru svo boðnir í grill komandi föstudag, til að dást að dýrðinni.

|

5.8.03

Karlmenn og klám

Ungverji vill byrja á því að bjóða alla femínista velkomna á síðuna. Gaman að hafa ykkur. Þið eruð vinsamlega beðin um að senda ungverja ekki trúnaðarbréf sökum skrifa á síðunni.

Tilefni þessa stutta pistils, er listi sem birtur var á mbl.is hvar kosnir voru kynþokkafyllstu karlmenn jarðarinnar. JT (justintimberlake) var þar efstur á blaði. HVAÐ ER AÐ?

ps.
vinsamlegast svarið spurningunni í kommentunum ;-)

|

4.8.03

Verslunarmannahelgin á Costa del Sóltún

Í ár varði Ungverji helgi þeirri er kennd er við verslunarmenn á Sóltúni. Það var ekki laust við að það væri fjör, enda einvalalið samankomið. Við Guðný Ebba tókum þetta með trompi og dúndruðum liðinu í og úr fötum á sömu vaktinni. Það var jú gert vegna þess að við vorum þarna allan daginn, bókstaflega. Kolla (einnig nefnd Nadíra) tók til hendinni, en át meira af verkjalyfjum en sjúklingarnir samanlagt!!! Rósa var hjúkka, sagði bara waddafuck og sló þessu upp í kæruleysi.
Gaman fyrir fólk að lesa þetta, því lesendur vita væntanlega ekkert hvað um er rætt.
Stemmingin var hins vegar rosaleg. Hlegið var dátt, Magnús tekinn í landhelgi oftar en ungverji kærir sig um að rifja upp. Magnað.
Þegar á heildina er litið, þá er ljóst að ungverji verður í Eyjum um næstu verslunarmannahelgi. Það er hárrétt, kórrétt og morgunljóst. Lýðurinn er vinsamlegast beðinn um að panta miða með Herjólfi samstundis, enda er ljóst að Johnsen verður inni í pakkanum, laus úr haldi, enda lætur pakkið ekki bjóða sér svona svívirðingar mikið lengur. Þjóðhátið 2004 er málið. Mönnum verður slátrað, mæti þeir ekki á tilsettum tíma. Þeir taki það til sín, sem eiga það.

|

3.8.03

|