[ó]Menningarnótt?
Nú hefur Menningarnótt staðið í allnokkra klukkutíma [þrátt fyrir að nótt sé hvergi nærri, eða hafi verið nærri ströndum Íslands í marga marga klukkutíma] og allt farið fram með stakri ró og spekt. Ungverja er boðið til Atlans hvar verður án vafa hluti rjóma vina Ungverja, auk annarra langtífráslakra. Hlakkar Ungverji bara þónokkuð til að hitta lýðinn, en suma hefur hann ekki séð í marga mánuði [eftir því sem minni Ungverja rekur]. Rölt verður væntanlega niður í bæ, horft á Quarashi, Stuðmenn og Sálina, svo á púður brenna í loftinu í boði Reykjavíkur og landsmanna allra. Svo farið heim að sofa, enda ekki verið sofið síðan klukkan 7 í morgun, sökum hugsana, ógleði, spennings og stresss.
góðar stundir
<< Home