Verslunarmannahelgin á Costa del Sóltún
Í ár varði Ungverji helgi þeirri er kennd er við verslunarmenn á Sóltúni. Það var ekki laust við að það væri fjör, enda einvalalið samankomið. Við Guðný Ebba tókum þetta með trompi og dúndruðum liðinu í og úr fötum á sömu vaktinni. Það var jú gert vegna þess að við vorum þarna allan daginn, bókstaflega. Kolla (einnig nefnd Nadíra) tók til hendinni, en át meira af verkjalyfjum en sjúklingarnir samanlagt!!! Rósa var hjúkka, sagði bara waddafuck og sló þessu upp í kæruleysi.
Gaman fyrir fólk að lesa þetta, því lesendur vita væntanlega ekkert hvað um er rætt.
Stemmingin var hins vegar rosaleg. Hlegið var dátt, Magnús tekinn í landhelgi oftar en ungverji kærir sig um að rifja upp. Magnað.
Þegar á heildina er litið, þá er ljóst að ungverji verður í Eyjum um næstu verslunarmannahelgi. Það er hárrétt, kórrétt og morgunljóst. Lýðurinn er vinsamlegast beðinn um að panta miða með Herjólfi samstundis, enda er ljóst að Johnsen verður inni í pakkanum, laus úr haldi, enda lætur pakkið ekki bjóða sér svona svívirðingar mikið lengur. Þjóðhátið 2004 er málið. Mönnum verður slátrað, mæti þeir ekki á tilsettum tíma. Þeir taki það til sín, sem eiga það.
<< Home