6.7.03

Hrútar í Þjórsárdal

Hrútar lögðu upp í ferðalag um helgina. Áfangastaðurinn var bústaður í eigu fjölskyldu Steiktahrúts. Það var ekki laust við að liðið væri grillað þegar Ungverjinn, Kallinn, og Skoskihruturinn renndu í hlaðið. Farið var í Hlaup í skarðið, eða nýja útgáfu af þeim annars ágæta leik, snú-snú, sem var tær snilld (og lét Ungverji ekki á sig fá að vera með 2 bjóra í hönd, annan opinn, hinn lokaðan) ekki má gleyma frisbíinu, sem var óendanlega gaman. Rifjaði upp góðar stundir með Jóa á Vallarbarðinu, í snjónum, að leik með frisbídiskinn nú eða hinn nýja frisbídisk, xylo sem er athyglivert.
Myndir fylgja færslunni, til að berja þær augum, smellið á hlekkinn hér til vinstri.
njótið

|