Myndir
Stórviðburður hefur átt sér stað. Myndir, er nýr þáttur á domus hungaricus. Þar verður smámsaman birt samansafn stafrænna mynda sem ungverjinn hefur tekið bæði á Íslandi, og í Ungverjalandi, af vinum, kunningjum, óvinum, skrímslum og almennu ógeði.
Fyrstu myndirnar eru að mestu lausar við ógeð, en þær koma frá Eyrarbakka, hvar Ungverjinn tók þátt í Jónsmessuhátið þeirra Eyrbekkinga. Stiginn var Vikivaki í fjörunni, Atli fékk kúk á rassinn (eina ógeðið í þessari syrpu), drukkið var ótæpilegt magn áfengis (Gulli átti þar mestan partinn í þessu ótæpilega), ástir vöknuðu, slöknuðu, hjörtu tóku kipp, fengu líf, og voru kramin. Það má því segja að margt hafi gerst, enda ekki við öðru að búast, þegar slíkur hópur DPK-ara(DreifBýlisPakk) og AKP-ara (AðKomuPakk) leiða saman hesta sína.
Gjöriði svo vel.
<< Home