Þetta lið!!!
Haldið var á fjöll, síðastliðinn þriðjudag, ásamt Atlanum, Gulla&Karen, sem eru eitt. Það slitnar ekki... jæja... Orðum það bara þannig að áklæðið á sætunum í bílnum var sett í djúphreinsun eftir ferðina. Ferðin gekk svona fyrir sig:
Lögðum af stað upp úr klukkan sjö í langferð upp að Landmannalaugum. Tjaldinu var dúndrað upp á mettíma, kannski ekki alveg jafn hratt og á Eyrarbakka, enda var innratjaldið með þetta skiptið, enda ekki vanþörf á. Það ringdi allan tímann, þoka, og því voru ekki teknar nema 2 myndir, allan tímann. Stórkostlegt. Eftir að Gulli og Atli höfðu tjaldað, var Ungverja gert að gerast grillmeister, en það eru takmörk hvað grillmeisterar geta unnið með. Línan hefur hérmeð verið dregin við einnotagrill frá Bónus. En eftir að ferðalangar höfðu hertekið notað grill frá einhverjum útlendingum, gekk grillun ágætlega. Farið var í laugina upp úr klukkan tólf, spjallað til þrjú (þá fóru Gulli&Karen heim að "sofa"), en við Atli töluðumst á við nakinn frakka (Olivier), og franska konu á bíkíní (Carren). Upp var farið um hálf fimm.
Á miðvikudeginum var haldið í Þjórsárveg, og sjaldan hefur ungverjinn lent í öðrum eins þvottabrettum og grófum vegum. Hleypt var úr dekkjunum, og þá batnaði þetta um allan helmin. Eftir að hafa spókað sig um við Þjórsárstíflu, var haldið í Hrauneyjar, og lömbunum sýnd ósköpin. Verður að viðurkennast að aðstaðan hefur breyst mikið síðan Ungverjinn kom þarna að síðast. Greidd var gömul skuld við Kvennó, og haldið af stað í Laugarnar. Þegar um 13 km voru eftir, ákváðu Gulli&Karen að labba rest. Allt í lagi með það. Atlinn auk Ungverja, fóru í pottinn hvar var rætt um bjór við þyrsta íslendinga, sem efuðust ekki um að ferðalangar væru frónverjar, enda með bjór (í ft.) við hendina.
Svo var farið upp úr, hertekið grill, grillaðir hammarar með Camembert (þvílík snilld). Þessu var svo öllu skolað niður með rauðvíni frá Húsavík, Kvöldsól, sem ekki verður drukkið aftur. Svo komu Gulli&Karen, þreytt og blaut eftir gönguna í rigningunni. Fóru beint að sofa [ath, engar gæsalappir]. Atlinn og Ungverjinn lentu á spjalli við Renot og félaga, sem voru á hardcoreferð um Ísland, voru labbandi. Klikkað lið. Vallarferð er íhuguð á næstunni, þegar þeir félagar verða komnir í bæinn.
Á fimmtudeginum var svo farið heim, komið við á 67 í hveragerði, og snædd pizza.
Ágætt.
<< Home