boltinn
Enski boltinn byrjaði í dag. Poolarar keppa á morgun á móti margmilljarðaliði Chelsea. Kemur þá í ljós, hvort menn Houlliers hafa eitthvað að segja í þessa peningapolla.
Gaman var að sjá Ronaldo með MUFC í dag. Enn skemmtilegra var þó að hlusta á Arnar Björnsson verða ástfanginn af stráknum á þeim fáu mínútum sem hann lék með. Sérstaklega var það þó klént þegar Arnar sagði í 4 eða 5 skipti: "...og þeir vita bara ekkert hvernig þeir eiga að stöðva hann. Sjáiði strákinn!!!" En þessi orð flugu semsagt um leið og Ronaldo [eða kannski Reagano] fékk of langa sendingu, missti af boltanum og varnarmaður andstæðinganna hreinsaði frá. Magnað!
<< Home