11.8.03

Vinnulok

Vinnusumarið 2003 er búið. Ungverji var á síðustu vaktinni í gær. Til hátíðarbrigða, stungu stelpurnar upp á því að panta eitthvað gott að borða, og úr varð að fá thailensku matstofuna Mekong til matreiðslu. Ungverji var svo sendur út til að sækja. Úr varð hin ágætasta máltíð, þrátt fyrir að gömlu konurnar væru ekkert sérlega ánægðar með að þurfa að bíða eftir sínum mat tuttugu mínútum lengur en gengur og gerist. En hey, wadda fuck!!!

Annars var síðasta vaktin nokkuð ánæguleg, gott samstarfsfólk og svona. Svo fóru gömlu konurnar nánast að gráta þegar ungverji kvaddi þær. Nú tekur svo við gangstígagerð í Sléttuhlíðinni. Kærkomin tilbreyting frá neðanþvotti og naglaklippingum, dulcum og microlaxi, hægðum og hægðaveseni.

Grílurnar spurðu hér á árum áður: "Hvað er svona merkilegt við það, að vera karlmaður? Hvað er svona merkilegt við það, að bor´ í vegg?" Svona myndi engin spyrja nema kvenmaður. Það er fátt skemmtilegra en að bora í vegg, svo ekki sé nú minnst á að vinna á lyftara!!! Það verður gott að komast út undir bert loft og og moka möl og sand, stinga upp gras og helluleggja. Hrútar eru svo boðnir í grill komandi föstudag, til að dást að dýrðinni.

|