Dagurinn í dag
Dagurinn í dag er um margt merkilegur. Í dag fyrir 139 árum var Genfarsamningurinn undirritaður. Þessi samningur er í marga staði mjög merkilegur. Mér er hins vegar nokkurn veginn slétt sama, eins og flestum held ég. Þessi samningur virðist vera meira svona upp á punt, og er flaggað eftir hentisemi.
Í dag hringdi Ungverji í Ungverska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Þar var honum tjáð að vegabréfið, sem sent hafði verið til Kaupmannahafnar til vegabréfsáritunar, hefði verið sent til Oslo. Magnað. Hringt til Oslo. Þar var óviðkunnalegur maður fyrir svörum. Hann sagði að umsókninni hefði verið hafnað. HAFNAÐ. HAFNAÐ!!! Hvers á Ungverji að gjalda. Svo við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hlikkur hafði komið á tölvukerfið í ungverska innanríkisráðuneytinu. Konsúllinn taldi að þetta myndi reddast. Það skulum við nú líka vona. Annars er ljóst að þetta verður meiriháttarvesen, og mönnum verður slátrað.
Í dag á líka listakonan Tori Amos afmæli, ásamt Deng Xiaoping, Howie í Back Street Boys og Claude Debussy.
Svo er það víst líka Ungverji sem á afmæli.
Mamma og pabbi buðu í dinner í perlunni í gær af því tilefni. Hér má svo berja afmælisbarnið augum.
góðar stundir
<< Home