jæja, loksins loksins!!!
Komið vor. EFtir mikla og alltof langa bið, þá er kominn svona 15-18 stiga hiti, sól, stelpur í svona siðsamlega stuttum pilsum (það á nú eftir að breytast), og lífið leikur við mann. Var að fá einkunnina mína úr patho hérna um daginn, og gekk bara vel. Var yfir 50%, sem ykkur finnst kannski ekki mikið, en það er það nú samt. Nú er nefnilega mikið keppikefli að vera fyrir ofan 50%, enda ekkert autopsy próf til að hífa mann upp í meðaltalinu eins og á haustönninni. Ég var semsagt með 53, og er bara sáttur.
Annars er litið að frétta. Er að fara í annað patho próf í næstu viku, og þarf að lesa svo mikið að mig flökrar við tilhugsuninni. Alltaf kemur nú vorið á réttum tíma. Þetta er náttúrulega ómennska. Svo er búið að bijða mig um að vera með í framboði til FMSA (sem er Foreign Medical Student Association). Þetta er allt að gerast. Maður er svo ábyrgur sjáiði til... Ef þetta fólk hefði nú séð mann í Vaðnesi hér um árið... úff...
jæja,
er að fara heim að lesa...
later á þetta
<< Home