15.12.04

djöfull sökkar að vera Liverpool adáandi þessa dagana.

Það var reyndar mjög gaman að sjá mína menn, sérstaklega í seinnihálfleik, enda dómineruðu þeir alveg. Svo var markið hjá Gerrard ekkert slor. Snilldarskot, stöngin inn. Algerlega óverjandi fyrir markmann Portsmouth, sem reyndar hélt liðinu á floti, sérstaklega í stórsókn L'pool í seinnihálfleik. Sóknin var slík, að á tímabili var possession á boltanum birt, 72%-28%, fyrir L'pool. Það hefði verið betra að láta leikinn bara ráðast út frá possession, en það er víst ekki alltaf gott.
Svo er það náttúrulega þáttur Dudek í markinu. HVAÐ VAR GAURINN AÐ HUGSA??? Hann hoppar upp eins og einhver djöfulsins spassi og ég hélt hann ætlaði að taka boltann með bakinu. Neinei, þá var þetta svona "blak-manouver" svipað og hjá Gary Neville hér um árið. Nema hvað dæmt var hendi á Neville, en Dudek gaf þessa líka fínu sendingu beint á kollinn á LuaLua sem, með lokuð augun, hefði ekki getað klúðrað þessu.
Svo finnst mér að afnema eigi uppbótartíma. Óþolandi fyrirbæri.

Jæja, svona þegar ég er búinn aðeins að tappa af, þá er rétt að tilkynna að ég kem heim með 60 fermetra af gardínum. Þeir sem vilja bita, láti vita. (asskoti rímar þetta vel, össöss). En ég lendi semsagt klukkan 0:20 aðfaranótt laugardagsins 18. desember.
Hlakka til að sjá ykkur, óþjóðalýðinn. Hlakka líka til að komast á Subway á föstudaginn í Budapest. Hlakka ekki eins mikið til að bera 60 fermetra af gardínu. Fæ reyndar subway fyrir það...

later á þennan pakka.

|