30.9.04

jæja, nú er ég hættur ruglinu. nenni ekki að skrifa um sjálfanmig í þriðjupersónu.

var í massífum sudda í patho krufningu. Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá á maginn í ykkur að vera svona 2-4 mm þykkur, þ.e. magaveggurinn. Konan sem við vorum að krifja var með æxli upp á 12-14 cm sem óx inn í brisið og flesta eitla í kring. Ekki gaman að sjá drulluna leka út úr maganum þegar klippt var á herlegheitin.

jæja nóg af ógeði. þetta internet mál er í tómu kjaftæði. Landlordinn flúði land til USA og kemur ekkert fyrr en í dec. Hann þarf að koma í eigin persónu á til Mátav og kvitta á e-n pappír. Þetta djöfulsins kommúnistapakk!!!
Annars er allt sæmilegt að frétta... Fyrsta próf annarinnar er á eftir, þ.e. eftir 8 klukkutíma. Patho og Clin.Biochem. Vildi óska að ég kynni meira...

Svo er búið að selja Súlnasalinn, endanlega, og fyrir þá sem vilja kveðja þá má keyra framhjá og flauta um kvöldmatarleitið, en ekki seinna en 8, og ekki fyrir 9 á morgnana, flautun fyrir hádegi um helgar er stranglega bönnuð. Svo er búið að afhenda húsráðendum á Vallarbarði lyklavöldin að Næfurholti og líst lýðnum vel á. Gaman, en skrítið að koma "heim" um jólin í hús sem ég hef bara einu sinni komið inn í. Mjög skrítið, þar sem ég hef búið í Súlnasal frá því ég man eftir mér.

jæja, læt gott heita í bili, þarf að fá mér morgunvatn og þurra deigklessu.
góðar stundir

|