30.7.04

Andskotinn
 
Andskoti er orðið langt síðan maður bloggaði. Blogger bara kominn í svipaðan pakka og Word var, síðast þegar ungverji athugaði.
 
Nú líður að frídegi verslunarmanna. Sá dagur er haldinn hátíðlegur þannig, að allir eru í fríi nema þeir sem veita þjónustu. Það er verslunarmenn. Ungverji mun ásamt fríðu föruneyti leggja í´ann örlítið fyrir eftirmiðdegi en nokkru eftir hádegi á laugardag. Föruneytið er glæsilegt, að vanda. Auk Ungverja fara Atlinn, Hulda, Kata og Edda Mac (aka Chinese Mac). För er heitið í veðurblíðuna á Hveravöllum. Það er alkunna að á Hveravöllum er veðursæld mikil, sérstaklega á veturna, og nær hitinn að hámarki -10 gráðum á Celsíus kvarðanum. Ekki nóg með það, heldur er vindhraði með minnsta móti; Slefar í 20 m/s að meðaltali. Þarna er því veðursæld mikil, og ákjósanlegur áfangastaður fyrir sól-þyrsta ferðamenn.
 
Veðrið verður þó ekki látið fara í gönur. Tjald Ungverja, einnig nefnt Partýhöllin (svona eins konar home away from home fyrir partýhaldara) verður með í för, og ekki laust við að teikningar verði teknar með. Síðast þegar tjaldið var með í för, fór ekki betur en svo að helmingur útlegunnar fór í að tjalda helvítis tjaldinu. Það tókst þó að lokum, þrátt fyrir að Helga hafi ælt kótelettunni sem Ungverji grillaði svo meistaralega ekki fyrir hana.
 
Nú verður hins vegar hver um sig að grilla, og ekki laust við að tilhlökkunin sé mikil. Ungverji býst við að brottför frá Hveragerði verði svona um 5 leytið, komið verði að Gullfossi svona kannski 6:30 og á Hveravelli, ef allt gengur að óskum, svona átta til hálfníu. Ekki slæmur árangur það. Svo verður bara drukkið frá sér allt vit, en þó ekki svo, að sloppið verður við sendiför í bæinn til að ná í meira vín.
 
Af Ungverja er annars ekkert að frétta, annað en það að hann er hættur við hástefnt plan sitt að fara fyrr til Ungverjalands til að taka Físíó aftur. Heldur kýs hann laxveiði. Að sjálfsögðu.
 
Ungverji biður æsku landsins vel að lifa, ganga sæmilega rösklega um gleðinnar dyr, hafa hemil á sér, og muna að nei þýðir nei (samt virðist það stunudum ekki vera þannig. Sem dæmi:  DRengur kemur að stúlku í nauðum staddri og spyr hvort hann geti ekki hjálpað sér. Stúlkan svarar: Nei nei, þetta er allt í góðu lagi. Drengurinn heldur áfram sína leið, og hugsar ekkert meira um það. Svo tveimur dögum síðar kemur forsíðufrétt í DV: 
 
Skildi hana eftir í nauðum!!!
Var hjálparvana, og hann gekk bara framhjá
 
Hvers eigum við karlpeningurinn að gjalda? Stundum þýðir nei já, stundum þýðir já nei, stundum þýðir nei nei, stundum þýðir já já, og stundum þýða já og nei nákvæmlega sama hlutinn, en bara hvorki nei né já. Þetta er svokölluð ómennska!)
Maður á alltaf að segja það sem maður meinar, og meina það sem maður segir. Andskotinn!!!

|