1.7.04

slaur

...tékkar að tapa fyrir grikkjum. Reyndar fyllilega skilinn ósigur af hálfu tékka, enda grikkirnir einfaldlega miklumiklu betri. Flott mark líka. (Hanna, maðurinn þinn bara ekki að standa sig, ha...)

...ríkissaksóknari fyrir metnaðarminnstu heimasíðu ríkisvaldsins. Með verri heimasíðum sem ungverji hefur séð.



Að vera á næturvakt er ekkert grín. Það er svo leiðinlegt að annað eins hefur vart heyrst. Annað hvort er allt of mikið að gera, eða allt of lítið að gera. Það er ekkert millistig. ÓÞOLANDI!!! Annars er þetta bara ágætistsjill. Fyrir utan það náttúrulega að maður sefur til að verða fimm, og þá er leikurinn, svo er kvöldmatur, og þegar það allt er búið, þarf maður að fara að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu vakt. ÓÞOLANDI!!!

Ungverji hlakkar þó til helgarinnar, en þá á Afi ammali. Hann verður 83 ára kallinn. Grill í hlíðinni hljómar bara sæmilega. Mamma var svo góð að flytja herlegheitin yfir á laugardaginn, svo karlpeningurinn gæti nú horft á leikinn á friði og ró. Besta mamma í heimi. Annars hefur móðir ungverja heldur betur verið að stíga fram í sviðsljósið í bisnessnum undanfarið. Fyrr í vor byrtist viðtal við hana í NýjuLífi, að því er ungverja minnir. Svo tók nú botninn úr þegar ungverji fletti Frjálsri Verslun í morgun, en þá var mamma þar. Talin ein af 70 áhrifamestu konunum í viðskiptalífinu. Ungverji var samt örlítið hneykslaður á þeim þarna í FV að hafa hana ekki á topp 10. Ungverji er tilbúinn að höggva af sér höndina í veðmáli um að mamma stýri nú örlítið stærra apparati en Sautján kellingin.
Smá biturð í byrjun vaktar. allt í góðu þó...

|