Dauði og eyðilegging!
Það var hrikalegt að horfa upp á vitleysuna sem gekk yfir á RÚV í gærkvöldi. Sýndur var þessi prýðisleikur Portúgal-England. Mjög góður leikur, og spennandi í alla staði.
Forsíðan á "The Sun" skýrir ansi vel stöðu Tjallanna í þessu máli: "You Swiss Banker; idiot ref robs Becks heroes". Ungverja hefði þó fundist betra að segja: "You Swiss wanker...", en einmitt það missti fréttamaður SkyNews út úr sér í nótt, þegar ungverji kveikti á Sky. Þessi dómari hefur náttúrulega fyrirgert tilverurétti sínum með þessari vitleysu!
Það verður reyndar að hrósa Portúgölunum með þessa frammistöðu. Hún var mjög sannfærandi, og það sama má segja um Englendingana.
Svo er náttúrulega allt annað mál með íslenska landsliðið í handbolta. Þessi hefðar-pakki er náttúrulega ekki hægt. Guðmundur Þ. var í þessu að tilkynna landsliðið, og það er sama ruglið uppi á teningnum og fyrir síðasta stórmót í Slóvakíu. Patti og Dagur eru valdir aftur, þrátt fyrir hörmulega frammistöðu síðast. Það er því ljóst að íslenska landsliðið í handknattleik er á leiðinni ofan í rotþrónna enn einu sinni.
Svo gleður það ungverja að tilkynna að nýr Súlnasalur verður tekinn í notkun í byrjun nóvember að öllum líkindum. Fólk er velkomið að koma í heimsókn á gamla staðinn allt þar til hann hefir verið tæmdur og seldur, væntanlega á svipuðum tíma.
góðar stundir.
<< Home