20.4.04

jájáhér

er sumar og sól. Djöfull er leiðinlegt að hafa ekkert annað að segja en veðurfréttir. Ungverji er að breytast í Trausta Jónsson. Bæ the vei, vitiði afhverju Trausti er svona líka herfilega leiðinlegur? Jú, það er einmitt vegna þess að hér áður fyrr, þ.e. þegar ungverji og fólk á svipuðum aldri var enn að míga í bleyjur, eða í mesta lagi að garga á þríhjóli, þá var Trausti einmitt drepfyndinn. Fólk flykktist að til að horfa á veðurfréttir þegar Trausti var á staðnum, en þegar Borgþór veðurstofustjóri kom í sjónvarpinu og talaði um lagð yfir Granlandi var áhorfið einungis mælanlegt á elliheimilum. Borgþóri líkaði þetta ekki, og skipaði Trausta að vera leiðinlegum, ellegar eiga á hættu að missa starfið. Þar hafiði það.

Annars var próf í gær, í hverju ungverji saug feitasta broddgölt sem um getur. Þrátt fyrir að hafa lært eins og íkorni fyrir þetta próf, varð broddgölturinn niðurstaðan. Eftir það var svo farið og kíkt á Starsky og Hutch. Yndi að hafa sama hljómsveitargæjann og í Die alte Schule (oldSchool). Svo náttúrulega VinceVaughn og kó alltaf góðir.

Annars er settið að koma í heimsókn. Ungverji búinn að ganga frá leigu á lúxusjeppa fyrir liðið, enda ekki annað hægt þegar fólkið kemur í heimsókn. Áætlað er að fara til Tokaji og Eger, og jafnvel keyra eitthvað suður á bóginn líka. Fyrirtak það, og ekki amalegt að hafa góða afsökun fyrir að læra ekki alla helgina.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma að minnast á Britney, en í dag er rétt rúmur mánuður í tónleikana miklu í Búdapest. Þetta verður hrikalega gaman men, yndislegt. Fínt líka að taka smá breik frá próflestri. Svo sendi Gullinn póstkort með mynd af hetjunni. Það stóð nú hellingur í þessu korti, en ekki var það nú innihaldsríkt. Ha!!! En takk engu að síður kall.


Þá eru ekki nema tæpar 4 vikur eftir af skólaárinu, og svo taka prófin við. Vonandi svo að ungverji láti sjá sig á heimaslóðum í fyrri hluta júní.

góðar stundir

|