Af meintu hlutleysi fjölmiðla
Pæling.
Hvað gerir fjölmiðil hlutlausan?
Nú hefur fólk af hinum ýmsustu þjóðarbrotum gagnrýnt ungverja fyrir að vitna í CNN sem traustan fréttamiðil. Bæði ísraelar og palestínumenn segja að CNN halli á hlut hins. Líbanir segja CNN hlutdrægt, séu bara zíonistar og vitleysingar sem kunni ekki að segja fréttir. Ungverjar, sem telja sjálfa sig málsmetandi menn, segja CNN bara asnalegt batterí sem rekið sé af þrýstihópum, og segji bara það sem þeim henti. Margir vísa svo á BBC sem bestasta og traustasta fjölmiðilinn. Ekki skilur ungverji það nú alveg. BBC hefur verið gagnrýnt af öðrum breskum fjölmiðlum fyrir að hylla Bandamönnum í stríðinu við írak, og að ekki sé minnst á Lord Hutton og hans skýrslu varðandi þátt BBC í umræðunni um íraksstríðið.
Nú horfir ungverji töluvert á CNN, og þá CNN international. Ungverja finnst umfjöllun CNN í flestum hlutum vera ágæt. Taka að sumu leyti sama pól í hæðina og Mogginn, og birta bara allt draslið (sbr. ýmsa hæstaréttardóma og yfirllýsingar frá hinum og þessum) og CNN birti t.d. alla vitnisburðina fyrir 9/11 nefndinni í beinni, sem ungverja fannst mjög gott. Svo er CNN yfirleitt með beinar útsendingar frá sjálfsmorðsárásum í ísrael, og ríkisstyrktum hryðjuverkum í palesínu af hálfu IDF.
Svo skemmir ekki fyrir að hafa gellur sem segja fréttir... Sem dæmi má nefna Daljit Daliwhal, Zain Verjee, Monita Rajpal, Tumi Makgabo og veðuryndið Jenny Harrison.
Svo ungverji mælir eindregið með CNN, frekar en BBC. Ef þjóðfélagsrýnar þeir er lesa þessa síðu hafa aðrar skoðanir, endilega komið þeim til skila í kommentakerfið (1000 stafir per komment) nú eða bara troðið þeim upp í r...gatið á ykkur.
góðar stundir.
ps.
þvottavélin er biluð. ungverji neyðist til að betla nýja þvottavél út úr landlordinum...
<< Home