26.1.04

Ungverji kominn til lands landa sinna

Komiði blessuð og sæl; Ungverji heilsar frá Ungverjalandi. Það gerðist á þessari för ungverja, hið sem ungverji taldi orðið ómögulegt. Ungverji komst heilu og höldnu, óskaddaður, allur farangur og bara allt með í för. Engar tafir og ekki neitt. Ferðalagið tók alls um 14 tíma, sem telst nú bara asskoti gott, þ.e.a.s. ef maður heitir ungverji. Metið hingað til var sett fyrir rúmu ári, en þá tók ferðin á annan sólarhring, með viðkomu í stórborgum á borð við Billund á V-Jótlandi.

Annars hefir fátt breyst, fyrir utan bakteríuinnihald mjólkurfernanna sem voru skildar eftir í bríaríi í ísskáp ungverja. Þeim hefir nú verið hent, og skipt út fyrir dýrindisflatkökur, hangikjöt, szalami, jógúrt, vatn, skinku, brauð, epli, banana og kók (að sjálfsögðu).

ungverji mun verða í bandi

later

|