11.1.04

það er ekki sama föstudagur eða þriðjudagur...

Halldór Ásgrímsson núverandi utanríkisráðherra, og verðandi forsætisráðherra, gerði reginskyssu þegar hann bað sprengjusérfræðinga lanhelgisgæzlunnar að finna fyrstu gerðeyðingarvopn Íraka. Skyssan var að sjálfsögðu ekki sú að láta íslenska sprengjusérfræðinga, með kjarngóð íslensk nöfn sbr. Adrian King, finna draslið, heldur að gera það svona rétt fyrir helgi. Það hreinlega vissi enginn í PR-apparati utanríkisráðuneytisins um þetta, sem er náttúrulega stórkostlegur feill. Svo að fólkið sem kallað var út á aukavakt virðist ekki fært um að skrifa á ensku, enda var dönum fært allt hrósið fyrir fundinn. Það er á svona stundum sem hægt hefði verið fyrir stjórnarflokkana að reka síðustu kistunaglana í kistur málflutnings stríðsandstæðinga um víðan völl, en gerðu það aðeins með veikum mætti innlendra stríðsandstæðinga. Annars verður að segjast að stjórninni mistókst allhrapalega að nýta sér þetta tækifæri...

svo næst þegar sprengjusérfræðingar finna bomburnar, er best það það sé á þriðjudegi. Þá gefst nógur tími til að kalla út enskumælandi fólk, sem veit e-mail addressuna hjá CNN, svo það komi líka skilaboð frá Klakanum...

|