1.12.03

kómískt

eftirfarandi er tekið af mbl.is:

Skaphundur á skilti
Lögreglumenn sáu að ölvaður maður hékk á gangbrautarskilti í Tryggvagötu og ruggaði því til svo það losnaði. Maðurinn hljóp í burtu þegar átti að ræða við hann en náðist fljótlega og var boðið til viðræðna í lögreglubifreiðinni. Maðurinn var æstur, neitaði að gefa upp nafn og hafði í hótunum við lögreglumennina og var því ákveðið að færa hann til viðræðna við varðstjóra á lögreglustöð. Þar reyndist maðurinn ekki viðræðuhæfur vegna skapofsa og var hann því vistaður í fangaklefa.

magnað að manninum hafi ekki litist vel á viðræður við lögregluna í þar til gerðri bifreið, hvað þá á stöðinni...

|