gottkveldgóðirhálsarogveriðivelkomináhinaheimsfrægutvistkeppniJackRabbitSlims
þessi sena er yndi, allt sem gerist á staðnum, karakterarnir... snillld. Næsta takmark Ungverja í lífinu, fyrir utan að komast heim fyrir jól, og ná skyndiprófinu sem er núna á eftir, er að eignast allar myndir Snillingsins (fyrir þá sem ekki vita hver snillingurinn er, ber hann nafnið Quinten (eða -in???) Tarantino) og myndirnar hans eru fátt annað en tær snilld. Í hús er aðeins ein komin, PulpFiction sem er án vafa eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar, ásamt Reservoir Dogs.
Annars biður ungverji lesendur, þá fáu sem þolað hafa við bloggleti ungverja, að senda góða strauma í dag, enda ekki vanþörf á. Físíólógían bíður átekta, og harður stóll á labbinu.
Ungverji óskar Erlingi og Sigrúnu innilega til hamingju með nýja pleisið, og vel heppnað partý. Og restinu af fólkinu til hamingju með að lifa af á þessum síðustu og verstu. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt.
Sjálfur var ungverjinn nánast drepinn, tvisvar fyrir ekki allslöngu, rétt eftir anatómíupróf. Það var ung kona á bíl, sem keyrði of hratt á bílastæði. Vissi fátt hvað hún var að gera. Í stað þess að keyra á næsta bíl, til að stöðva sig, ákvað hún bara að keyra á ungverjann í staðinn. Ungverjinn, af alkunnri lipurð og fimleika, vék sér undan á elleftu stundu, og ákvað að ganga frekar fyrir aftan bílinn, en fyrir framan. Ungverjinn reiknaði með að konan væri í smá sjokki eftir að hafa næstum keyrt niður samborgara sinn, en svo var ekki. Um leið og ungverjinn stígur fet inn fyrir ímyndaða línu dregna samhliða bílnum frá horni stuðuarans, kviknar bakkljós. Ungverjanum dettur ekki annað í hug en að hann fái nú að ganga óáreittur framhjá bílnum; en svo var ekki. Það endaði með því að ungverji var nær því að deyja en flestum skiptum fyrr, tvisvar sama daginn. Ungverja grunar að hér sé um samsæri að ræða.
góðar stundir
<< Home