USA
Ungverji hefur verið upptekinn í dag. Keypt var nýtt vegabréf af Útlendingastofnun á litlar 9200 krónur. Keyptar voru nýjar snúrur í nýjar græjur fjölskyldunnar. Einnig var litið við á Ódýra tónlistar og myndbandamarkaðnum í Perlunni. Þar, meðal annars keypti Ungverji heimildarmynina Bowling for Columbine. Þessi kvikmynd er hreint út sagt frábær. Michael Moore gerir þessa heimildarmynd, og les inn á hana. Myndin fjallar um byssueign bandaríkjamanna, sem er ógnvænleg, en það sem er enn ógnvænlegra, er að þeir hika ekki við að plaffa á nágrannan hafi þeir ekkert betra að gera. Þannig er það bara.
Í kjölfarið á þessari mynd fór Ungverji að hugsa...
Margfrægt er hugtakið "The american dream". Ungverji telur að þetta hugtak, ásamt öðru, sé rótin á vandamálum þeim sem bandaríkjamenn eiga við að etja, innanlands. Allir hafa rétt á að leita uppi ameríska drauminn, sama hvað það kostar. Eins og allstaðar, eru allir menn fæddir jafnir í bandaríkjunum. Hins vegar virðast margir ekki sætta sig við að sumir eru jafnari en aðrir. Það sem Ungverji á við með þessu, er að ekki geta allir verið jafnefnaðir. Þetta veldur pirringi hjá hinum sem eru ekki eins jafnir og flestir. Þessi pirringur er að sjálfsögðu ekki næg ástæða til þess að fara með byssuna út, þegar menn sækja dagblaðið og plaffa gaurinn hinum megin, vegna þess að hann fær hærri laun. Það sem meira er, er áróður fjölmiðla. Hvað sjá bandaríkjamenn þegar þeir kveikja á fréttunum á kvöldin? Morð, byssur, rán og fleiri morð. Þetta elur á ótta manna. Eðlilega. Hvernig myndi hinum almenna landa líða ef menn gengju um með byssur og barefli, drepandi annan hvern mann... ekki vel.
Með allt þetta, og svo hvernig sölu á byssum er háttað... Ungverji skilur hvers vegna nánast hver maður í bandaríkjunum hefur aðgang að byssum, tölfræðilega að sjálfsögðu. Ungverji hvetur þá sem ekki hafa séð myndina Bowling for Columbine. Hún ætti að vera skylduáhorf; sérstaklega fyrir bandaríkjamenn, aðallega þó forsetann sjálfan Gorg Búsk.
<< Home