25.8.03

partý, dóp og barsmíðar

Það verður nú að segjast, að súluteiti liðinnar helgar heppnaðist með miklum ágætum. Fólk mætti, nánast allt, fashionably late, fyrir utan það fólk, er frétti af atburðinum síðast. Magnaður skítur. Súlan var vannýtt að þessu sinni, þrátt fyrir að Sigurrós, vinkona úr 10. bekk, hafi tekið nokkur lipur spor. Sennilega ekki í fyrsta sinn sem sporin þau eru stigin. Fólk tyllti sér á hvort annað, lagðist í gólfið, hló dátt, skalf í jarðskjálfta en svo öflug var stemmingin. Talið var að Ungverji myndi ekki leggjast í bæinn, en annað kom á daginn. Var Ungverji gynntur í miðbæ Reykjavíkur. Þar var margt um manninn. Þar hitti Ungverji meðal annarra móður Víkings, hvurja hann hafði ekki séð árum saman. MAGNAÐ. Enn magnaðra var þó að hitta, með henni í för, vinkonur hennar, en þær voru báðar á svipuðum aldri og Ungverjinn. Önnur hverra var með Ungverja í bekk í Lækjarskóla. ÓTRÚLEGT. En að sjálfsögðu man Ungverji ekki hætishót eftir hnátunni, sem er miður því er hún allmyndarleg stúlkan sú. Nokkru eftir hitting þennan, hitti Ungverji Atlann á Ara. Þar var statt gengið (Atli, Martin, Tumi, Guðrún, Vala, Fríða Sigga, Ragnhildur og örugglega einhverjir fleiri). Fyrir utan Ara var fólk á spjalli. Aðvífandi kom þá merkur maður. Eða kannski ekki svo merkur. Það var ekki margt merkilegt við þennan mann, og för hans, nema það að hann ákvað að senda Ungverja nokkur góð spörk í annað lærið og síðuna. Eftir að Ungverji hafði klætt kauða úr skónum, fór hann aftur í hann. En áður en hann fór í hann, ákvað hann að slá Atla í eyrað. Magnaður endir á feiknavelheppnuðu kvöldi.
myndir koma rétt bráðum...

|