17.9.03

okokok

jæja. ungverjinn er snúinn aftur. bloggþurrð undanfarinna daga skýrist af óendanlegum lærdómi, hverjum ungverji ætti að vera að sinna í þessum skrifuðum. Það er ótrúlegt, en ungverji hefur ekki verið í skólanum í 2 vikur, en óskar samt einskis heitar en að önninni verði lokið á morgun. Helst ekki síðar en í gær. Það er ekki vegna þess að námsefnið sé e-ð leiðinlegt, heldur vegna þess að magn efnis er óendanleg. Hvorki meira né minna!!!

Annars er það að gerast að Dick Grasso er með 140 millur á ári. Dollara þ.e.. Ekki slakt það. Mönnum taldist til að Dick Grasso hefði í laun á 3 dögum, jafn mikið og meðal láglaunamaður hefur á ári. Djöfull... maður er greinilega á rangri hillu.
Ástæðan fyrir því að ungverji veit þetta, er að CNN og CNBC fjalla um ekkert annað en þetta, allan djöfulsins daginn!!! CNN og CNBC eru einmitt einu stöðvarnar sem yfirboðarar Díák Szálló sjá sér fært að kaupa. Ekki séns að kaupa SKY 1, eða BBC... þetta er náttúrulega óþolandi.

Á morgun er um margt merkilegur dagur. Þá fara 3. árs nemarnir í fyrsta Patho-practical. Vegna kvartana um blóðsúthellingar á þessari síðu, mun ungverji ekki birta "the ´to do´ list" slíkra kennslustunda. En um er að ræða krufningar á nýlátnum einstaklingum. Ungvernji óskar 3. árs nemunum Daða, Björgu, Veigu og Stebba velfarnaðar í fyrsta tímanum. Ekki borða stóran morgunmat.

Ungverji hefur ítrekað reynt að ræsa örmýktarsendiboðann, og hefur gengið vel. Sýni ungverji hins vegar minnstu tilburði til að hefja umræður við e-n, er slökkt á sendiboðanum, og ungverja kurteisislega boðið að senda villumeldingu til microsoft. Geri ungverji það dirfast Vilhjálmur Hliðs og félagar að spyrja um ungverja hagi, hans datamaskínu og hugbúnað þann er ungverji hefur hikstalaust rænt af Örmýkt Hf. Í annarri eins vitleysu hefur ungverji aldrei lent!!! Óþolandi

Það er svo að frétta að fyrsta árs nemarnir eru alls 9. Það hækkar tölu íslendinga á staðnum töluvert, og eru nú 24 á staðnum. Gaman að því. Þetta veldur þó því að ekki myndast eins djúp tengsl milli 1.árs nemana núna, og nema á efri árum (2., 3. og 4.). Gaman er engu að síður að lifa í Debrecen þessa dagana. Veðrið eins og best verður á kosið, logn og heitt, þó ekki of heitt. Helgarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, enda fótboltamót á dagskrá. Ekki er örgrannt um að ungverji hafi verið beðinn að standa vaktina í vörninni, líkt og félagi Atli með Þéttum, nú ekki alls fyrir löngu á HM. Ungverji hlakkar nú bara til, en gaman verður að sparka í tuðru á nýjan leik, enda leikur sá ekki verið leikinn síðan í Baunalandi, hvar ungverji bjó [eins og lesendum er í fersku minni] um nokkurt skeið.

ungverji lætur þetta duga í bili, biður afsökunar á bloggfæð, en um leið lofar betri og bjartari dögum í skammdeginu í janúar. Þangað til næst...


ps.

Ungverji vill taka fram, til að koma í veg fyrir allan misskilning, að Vodafone hefur verið tekið í ungverja þjónustu, enda neitaði Westel ungverja aðgang. Nýtt númer fyrir þá sem vilja senda sms, nú eða hringja er 00-36-70-554-2435

L, nú eða unnu

|