10.11.03

Komiði blessuð og sæl. Ungverj heilsar frá tölvu örláts manns, sem hefur net.

Eftir að netsamband við Díákszalló hefir legið niðri um nokkurt skeið, hefur ungverji ákveðið að greina ástandið niður í öreindir.

Þannig er mál með vexti, að eins og flestum er vonandi kunnugt, er Ungverjalandi að ganga í ESB um áramótin. Til þess að vera hleypt inn, urðu þeir að minnka atvinnuleysið, sem var víst eitthvað í kringum 10 prósent, niður í 3 eða 5. Þetta er ekkert lítið mál, enda vinnufært fólk eitthvað á sjöundi milljón. Ungverjar leystu þetta mál á auðveldan hátt. Réðu bara allt liðið í herinn. Svo deilir herinn út "hermönnum" til að grafa skurði undir því yfirskini að skipta um lagnir. Þrátt fyrir að vissulega hafi þurft að skipta um lagnir, var óþarfi að grafa skurðina með skóflu. Já, venjulegri malarskóflu. Einni malarskóflu. Það voru á að giska 5 menn um hverja skóflu, svo á meðan einn var að grafa tóku hinir sér síkópásu. Þetta hægði náttúrulega á hinum, sem var að grafa. Hann vildi náttúrulega líka vera í síkópásu, en mátti það ekki þar sem að um gaslagnir var að ræða. Hann stóð því dögum saman að tala við hina, sem voru bara í endalausri síkópásu. Svo þegar þessi eini maður var búinn að grafa skurð í 2 mánuði kom skurðgrafan. Hún kláraði djobbið á nótæm. Henti nýjum rörum í jörðina og gróf yfir. Þar með er ekki öll sagan sögð. Það kom í ljós að það gleymdist að tengja rörin. Og allt byrjaði upp á nýtt. Svo var ákveðið að grafa pínulítinn mjóan skurð til að setja niðurfall. Þá kom atvinnubótaskurðgrafan og gróf sundur ljósleiðarann sem liggur milli díákszalló og umheimsins. Þar með var rofið netsamband við umheiminn. Svo eins og ekkert hafi gerst hentu þeir niðurfallinu niður, grófu yfir og malbikuðu. Þetta er náttúrulega óhemjuvitlaust. Eða hvað? Þetta náttúrulega skapar vinnu fyrir marga mismunandi þjóðfélagshópa. Tölvunörd, ljósleiðaramann, nokkrir fá að fara í síkópásu á meðan einn fær skóbblu...

Þess má svo geta að ungverski herinn er einn sá fjölmennasti í Evrópu sökum þessa. MAGNAÐ!!!

|