10.11.03

Svo verður aðeins að minnast á bandaríkjamenn, fyrst ungverji er þegar byrjaður að dissa aðrar þjóðir.

Hafa lesendur séð gæðamyndina Bowling for Columbine? Þetta er argasta snilld.
Hafa lesendur heyrt um "the Patriot Act"? Það er argasti þvættingur.

The Patriot Act gerir stjórnvöldum í bandaríkunum kleyft að fylgjast með hverjir kaupa og lesa "anti american" bækur og annað lesefni, og einnig hverjir horfa á "anti-american propaganda" eða and-bandarískan áróður. Þetta gerir ríkisvaldið með því að tala við bókasöfn, bókabúðir og netverslanir eins og amazon.com. Ungverji myndi þess vegna komast á svartan lista ef hann kaupir til dæmis Bowling for Columbine hjá amazon.com, eða fer á almenningsbókasafn í nevjork og les sér til um íslam, leigir kóraninn eða eitthvað slíkt. Svo er alltaf verið að tala um hvað allt sé best í bandaríkjunum. Þvílíkt rugl. Svo er ungverji að öllum líkindum á leið í framhaldsnám á þessar slóðir. Það er nú lítið vit í því.

Ungverji mælir með Bowling for Columbine.
Ungverji mælir ekki með Gorg Búsk og félögum.
Ungverji mælir með Dana Carvey að gera grín að Gorg Búsk og félögum. Þvílík snillld.

|