16.3.04

Vor, enginn skóli, og kokteill á Pálma.

fátt bætir þetta, nema kannski að hafa verið í Búdapest heila helgi, drekka ómælt magn áfengis, og borða óendanlega mikið af mjög góðum mat, í góðum félagsskap.
Niko, Ingunn, Kannan ásamt Ungverja fóru af stað til Búda um 5 leytið á föstudaginn. Komið var, og strax farið út að borða á veitingahúsinu, Buddha. Tælenskt. Gott. Vinkonur Könnunar frá Guði komu og tsjilluðu með okkur. Mikið gaman, mikið fjör. Svo var að sjálfsögðu farið og fengið sér Mojito. Hvílíkt yndi sem lífið er.
Á laugardaginn komu svo íslendingar fleiri (Bjartur, Gunna, Ingvar, Thelma, Helgi, Begga og Boggi ásamt Roberto) og var mikið drukkið um kvöldið.
Á sunnudeginum var svo farið í Westend og peningum eytt. Vitlaus lest, komið við í Tokaji og Nyeregiháza, áður en komið var til Debó.

góð ferð, gott fólk og enn betri matur. hvað getur maður beðið um meira? Eflaust margt, en ungverja kemur ekkert til hugar í augnablikinu...

|