snjór og læti!
jább, ungverji hélt að það væri komið vor. Það dundi á debrecen borg um daginn mikill hríðarbylur, sem hvaða íslenski veðurguð hefði getað verið sáttur við. En það er að rætast úr þessu, og farið að hlýna á ný. Ungverji vonar að þegar prófahaglélið sem dynur á í komandi viku er yfirstaðið, verði hægt að fagna með því að setjast út á svalir á Pálma og drekka eins og 2 Mojito. Hvílík dásemdargleði. Og fólk spyr hvers vegna ungverji vilji vera í Ungverjalandi. Það liggur náttúrulega í augum uppi, þegar valið stendur á milli rigningar og snjókomu til skiptis út mars og miðjan apríl annars vegar eða fara út á stuttbuxum og drekka kokteila í mars, á verði bjórdósar á íslandi. Ekki spurning.
Annars er ungverji búinn að koma sér vel fyrir í nýjum híbýlum, og búinn að kaupa helstu nauðsynjar, eins og sjónvarp. Hvílík garrrgandi snilld. Svo er ungverji kmoinn á fullt í boltanum á ný, og getur séð alla þá leiki sem hann lystir, hverju sinni. Það er þó á stundum sem slíkum, að Gaupi verður Guð miðað við ungversku lýsendurnar.
Nevróbíólógían er að renna sitt skeið, og próf í 6. viku, þ.e. ekki í næstu, heldur þarnæstu. Það verður farið á Pálma og drukkinn kokteill, hvort sem það er úti eða inni. Yndi.
Svo er rétt að óska Guðrúnu Dóru til hamingju með daginn, en konan er 22 í dag. Til hamingju Gunna. Þetta er ekki það eina merkilega í Debó þessa dagana, en Veiga var að losna við teinana, og skilur við þá alfarið í dag. Ekki er búist við miklum söknuði, eftir ellefu ára nærveru þeirra. Til hamingju stelpur, þið eruð frábærar!!!
og með þeim orðum hefur ungverji kvatt sjálfan sig í kútinn.
góðar stundir.
<< Home