það er svo kannski rétt að klára ferðasöguna, þó vissulega verði þetta nú svona antiklímax.
Ungverji og Stefán fóru svo á Leroy Café og hittum Veigu og Sólveigu. Þær höfðu setið þar, sér til ómældrar ánægju, í marga klukkutíma að tala um gamla tíma við fólk sem þær höfðu aldrei, eða næstum aldrei, hitt áður! MAGNAÐ. Svo var haldið heim, í sígaunalest dauðans. Ekki nóg með að hafi troðist inn í klefann okkar, án þess einu sinni að líta í næstu klefa. Hins vegar bar það til tíðinda að Veiga var í þónokkuð góðu skapi, og lagði til að hindra fólk í að koma inn í klefann með því að þykjast vera sofandi, og láta fólk svo vekja okkur. Þegar ferðalangar síðan væru vaknaðir kæmi í ljós að fólkið væri allt þroskaheft. Eftirminnilega ummæli eru þá eftir Veigu: "Svo bara þykjumst við öll vera þroskaheft... nema þú Stebbi, þú skalt bara vera þú sjálfur". Nokkru síðar ropaði Stefán allsvakalega og gall þá í
Veigu:"Æ vertu ekki svona ógeðslegur!".
Stefán: Fyrirgefðu Sigurveig, ég gerði mér ekki grein fyrir að þú værir hérna.
En þess skal getið að þau sátu andspænis hvort öðru, og létu flestum illum látum, þar til ungverja tókst að seyða þau til værðar með hljómfögrum söng sínum.
góð saga
<< Home