30.4.04

ÞAÐ ER ALLT AÐ VERÐA VITLAUST

Í dag voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í physiologiu á líðandi námsári. Ungverji var að sjálfsögðu mættur til að taka við verðlaunum í sínum flokki.

Byrjað var að veita verðlaun fyrir besta PBL. Gyðingur.
Svo fyrir bestan námsárangur. Gyðingur.
Svo fyrir næstbestan námsárangur. Gyðingur.

Ungverji fór semsagt heim með sárt enni og súrt bragð í munni, enda einu verðlaunin sem Prof. Kóvács veitt ungverja var tunna af súrum eplum. Það kom ungverja mjög á óvart að árangur sá er ungverji hefur náð í physiologiu skuli ekki verðskulda verðlaun frá deildinni. Rétt skríða á meðaleinkunn, með mínus í practical partinum. Furðulegt.

Svo var keppni í biochemistry í gær. Ungverji mætti galvaskur með u.þ.b. 20 kílógrömm af bókum. Verkefnið var svohljóðandi: "You have to review and suggest a developmental plan to a pharmaceutical company: What molecular basis and targets can be used to decrease the body weight of fat people". Ef ungverji hefði vitað það, hefði hann nú bara sleppt bókunum og mætt með sláturhnífinn og skilið eftir ístruna á kennaraborðinu. En það gengur víst ekki. Sláturhnífur telst víst ekki mólekúl, heldur samansafn mismunandi mólekúla. Kúla. Minnir á gott afmælisboð hér um árið hjá Buffhrútinum. kúlakúlakúla. 1, 2 eða 3 jafnvel 4. Yndislegt.

Ungverji býst sem sagt alfarið við sigri í keppninni um bestu ritgerðina í biochem. eða þannig.

Svo er hér flaggað út um allt, og sést vart í himininn heiðbláann fyrir íslenskafánanum á T-building. En fyrir fáfróða, þá er heimalandi víst að ganga í EU í dag. Það var einnig tilkynnt á verðlaunaathöfninni í physio í dag að þetta væri síðasti fyrirlesturinn í faginu, og jafnframt deildarinnar utan EU. Brutust út mikil fagnaðarlæti. Þó ekki sérlega.

Samt er nú planað að fara og líta á fylleríið niðri í bæ um helgina, þó sérstaklega á morgun uppúr hádegi, en eins og Hanna benti á hérna um daginn, hefjast hátíðarhöld hér stundvíslega klukkan 8 að morgni, og er lokið fyrir hádegi. Þá er einmitt sama ástand á æskunni hér, og heima rétt eftir miðnætti við Arnarhól, eða á tröppum Davíðsstaða.

Svo er nú farið að líða að hinni þokkafullu og lokkafögru Britney. Það verður massíft. Metabólisminn verður tekinn í görn, farið til búdapest, yfirlið af ánægju, og kominn til baka fyrir morgunmat til að ná í rassgatið á cellogorganbiochem, en prófið verður væntanlega í 3 viku próftímabils.

heimkoma er í dag áætluð um miðjan júní. það getur þó vissulega breyst um eins og viku til eða frá. Sennilega þó frá.

góðar stundir

|