Mikið eru nú fuglarnir yndislegir
eða þannig. Ungverji hatar fátt meira en helvítisdúfurnar sem kurra við svefnherbergisgluggann svona upp úr fimm á morgnana. Það ríkir heldur ekki mikil ást á starrahelvítinu sem gargar eins og hann eigi lífið að leysa í öllum mögulegum trjám við bókasafnið. Ef ungverji hefði nennu til, myndi hann vafalítið skjóta andskotans kvikindin, öll með tölu. Þess skal þó getið að hér er ekki átt við að þeyta hnöppum hvers konar að flygildunum, heldur silfurkúlur úr púðurbyssu, sem myndu án efa verða fuglunum að bana. Hins vegar koma efnahagslegar aðstæður ungverja í veg fyrir þessa fyrirætlan. Áætlaður fjöldi fugla á stór-Debrecen svæðinu er sennilega hátt í 20 milljónir. G.r.f.a. hver kúla vegi um það bil 30 grömm, og í henni sé 50% silvur. 15 grömm af silfri, gerum ráð fyrir 2 skotum per fugl sem gefa þá 600 tonn silfurs. Miðum við að verð á silfri sé 6 dollarar kemur þetta heim og saman. Þetta mun semsagt kosta um það bil markaðsvirði Pharmaco, give or take a few million $.
Annað sem ungverji vill koma á framfæri.
Hjólhýsi splundraðist . Þetta verður að teljast góð fyrirsögn. Önnur góð er "Fjórlembd ær í Rángárþingi" sem hékk uppi heilan sunnudag á mbl.is hér um árið.
Skilaboð dagsins:
PSD-95 hefur 3 PDZ domain eitt SH3 domain og eitt GK domain. Binst við NMDA receptora og NOS með PDZ, non-NMDA receptora með SH3 og við microtubulur með GK via MAP-1.
Þetta er undirstaða þess að lesendur lesa, börn læra, og skortur á þessu veldur því að fólk sem lærir, fellur í prófum.
góðar stundir
<< Home