2.6.04

Úff, frá miklu er að segja...

Frá því ungverji settist síðast fyrir frama skjáinn, hefur talsvert gerst. Byrjum þó á byrjuninni.


Britney

Ungverji lagði af stað frá Debrecen um eitt leytið ásamt Baba Strici og Bessa á leið til Budapest til þess að éta PizzaHut, og svo aðalatriðið: Britney!!!

Þessi tónleikar voru ólýsanlegir. Byrjuðu þó ekki vel, enda ógeðið hún Skye Sweetnam gargandi í klukkutíma uppi á sviði ekki beint það sem óþreyjufullir Britney aðdáendur vildu sjá. En það kom þó að því, að klukkan 20:50 steig drottningin fram á sviðið og þandi raddböndin og flest önnur bönd líka til hins ýtrasta. Hún byrjaði á Toxic og allt trylltist, undirritaður þar fremstur í flokki. Svo fylgdu ný og gömul lög í bland. Hún skoppaði, dansaði, kyssti og nuddaði uppi á sviði í rúma tvo tíma, sem liðu eins og fimm mínútúr. Þó verður að segjast að ungverji saknaði tveggja laga: Stronger og Lucky, en annars voru þetta lýtalausir tónleikar, og gaman að heyra Hit me baby... í djassaðri útgáfu.
Kannski er best að lýsa því þannig, að þessir tónleikar urðu þess ekki valdandi að ungverji afskrifi Britney; þvert á móti, mun ungverji setja sér það mark að fara aftur, og sem oftast. Því miður voru myndaapparöt hvers kyns ekki leyfð í höllinni, en minningin lifir.
Hún er ótrúlegt flott, falleg, sexí... ungverji hefur ekki orðaforða til að lýsa því sem fram fór.
GARRRRRRRGANDI SNILLD.

Próf

Ungverji hefur lítið annað gert, fyrir utan að fara á britney, en að lesa fyrir helvítisbiochem (lífefnafræði) síðustu 17 daga. Prófið var í gær, og þrátt fyrir að hafa unnið vel yfir önnina, fengið 9 bónusstig, var ungverja neitað um þau. Prófessorinn sem prófaði ungverja "miskunnaði sig" yfir ungverja og sagði "You are the luckiest guy today. I gave you one point so you can continue with the oral...". Frekar súrt. En svo hélt ungverji áfram. Talaði um obesity, glycolysis, protooncogenes og building molecules of ECM ("what does it mean, ECM? Extra Cellular Matrix!!!" prof. Módis). Sæmilegir titlar. Gekk ok. Fékk 3 af 5. Ungverji veit að hann átti meira skilið, en er sáttur.

Svo er físíó á föstudag eftir viku. Heim á lau. eftir viku. Mikil tilhlökkun. Djamm??? Ekki spurning.

|