jæjahér
jújú, Ungverji á á þessari stundu að vera að stúdera móðurmálið, enda eitt lítið próf í því núna eftir tjah, 2 tíma eða svo. Ungverji er að sjálfsögðu altalandi á þetta hrognamál, og hefir því á síðasta klukkutíma reynt að fara yfir sagnabeygingar og þess lags drullu. Ekki gengið vel.
Á morgun hefst svo próflestur fyrir alvöru. Fyrir liggur próftafla ungverja, en hún er svohljóðandi:
Biochemistry and Molocular Biology Final Exam Date: 2004.06.01.
Physiology Date: 2004.06.08.
Ekki sérlega löng, en nóg er nú að læra fyrir þetta. Þrjár góðar möppur af ógeði fyrir fyrra prófið. En það góða er að deildin gefur út titla sem maður svo dregur á munnlega prófinu. Þetta eru rúmlega 80 titlar, auk 24 klínískra vandamála. Ungverji ætlar sér að taka 2 daga í klíníkína, og svo 10 í titlana. Þá liggja eftir 6 dagar í yfirferð, og lærdóm fyrir skriflega prófið.
Fyrir seinna prófið, er ekki mikið hægt að segja. Lífeðlisfræði mannslíkamans er til prófs, og alls óvíst hvað spurt verður um. Kennarar þar á bæ hafa nefnilega frjálst val, og geta því spurt í sömu andránni um lifrina, og klifrað svo beint yfir í hjartað og svo í nýrun. Svo getur þeim líka dottið í hug að gefa manni upp eitthvað efni, eins og tildæmis taugagas og beðið mann að útlista áhrif þess á líkamsstarfsemina. Skemmtilegt? ekki sérlega.
Annars er allt í góðum pakka. Bloggerinn er kominn í nýjan búníng. Góður pakki það. Svo er ungverjinn bara að vonast til að komast heim í kringum 10. júní, ef allt gengur að óskum. Ungverji hefur svo störf á næturklúbbnum Costa Del $óltún 25. júní á næturvakt.
Eru það ekki eyjar???
<< Home