13.6.04

Ísland heilsar...

...með rigningarsudda og roki. Mikið var það nú yndislegt er ungverji steig fæti á landið góða, að fá rigninguna beint upp í nefið. Ekki af því að venjulega rigni upp í nefið á ungverja, alls ekki. Heldur vegna þess að svo brjálað var veðrið í Keflavík, að það rigndi upp. Gaman.

Annars voru hefðbundnir hnökrar á ferð ungverja. Taskan týndist, ungverji kom reyndar heim með vitlausu flugi frá köben, sem var gott. Ella hefði verið transit í 11 klukkutíma. Þó það sé voða gaman í Köben, gengur slíkt náttúrulega ekki. En hið góða var að ungverji sat á 1st class alla leið. Þykir ekki sérlega slæmt. Svo var hringt í ungverja klukkan 8.36 í morgun, til að tilkynna um töskuna. Ungverji var með á silent.

Annars þykir gott að vera kominn. Lítið rúm ungverja beið, var og gott. Og ekki þykir verra að vera með internet.

jæja, ungverji lætur þetta duga að sinni en meira kemur síðar.

|