26.6.04

já bletz...

ungverji situr nú yfir elliæru, móðursjúku en almennt mjög fínu fólki á Sóltúni. Gaman að því. Bjarturinn er á hæðinni fyrir neðan, en ég get ekki hlaupið niður, því enginn er vaktsíminn. Fólkið myndi hringja, og enginn svara, því ungverji væri upptekinn að hlæja að vitleysunni í Bessanum.
slæmt mál það.

hins vegar lýsir ungverji eftir uppástungum á vísum til að skrifa á kjörseðil, enda stefnir allt í það að ungverji geri ógilt í kosningunum á morgun. Það yrði ekki ýkja ólíkt því þegar Jón Arnar Magnússon, helsti íþróttakappi okkar Íslendinga, fer á stórmót og gerir ógilt. Það þykir ungverja gaman að horfa á, enda ekki á hverjum degi sem íslenskir íþróttamenn fara á stórmót og gera jafn oft ógilt og hætta keppni sökum meiðsla. Þau meiðsl verða einmitt þegar Nonni stekkur vitlaust og hrapar neðan af plankanum vitlausum megin. Magnað!!!

Annars er lítið í fréttum. Ungverj mun láta vita um leið og eitthvað markvert gerist.

jæja, markverðar fréttir flugu upp í huga ungverja. Frakkar voru jú að detta úr keppni á EM í Portúgal. Á móti Grikkjum. Af öllum þjóðum. Maria Michaelidu vinkona góð úr Ungverjalandi er vægast sagt glöð, en fljóðið er af Kýpur, sem kallar sig Grikkland á hátíðlegum stundum. Gaman að segja frá því.

|