27.6.04

óþolandi helvítis...

Já, enn og aftur hefir ungverjinn fundið andskota sinn. Í þetta sinn eru það trúðarnir í táknmálsfréttunum. Hver kannast ekki við að vera að horfa á sjónvarpið, svo koma auglýsingarnar, og hvað svo? Jú allt í einu kemur eitthvað fífl á skjáinn og baðar út öllum öngum, og enginn veit hvað er í gangi! Þetta gengur á í um það bil 10-12 mínútur. Ekki heyrist bofs á meðan.
Ungverji þolir þetta einna minnst af flestu, og fer á sama stað og þöglu 15 sekúndurnar á Gufunni sem koma svona tvisvar þrisvar á dag.
En aftur að táknmálstrúðunum. Það verður að viðurkennast að þetta er þörf og eflaust mjög góð þjónusta. En afhverju ekki að hafa smá músík, fá rythma og melódíu í þetta? Það er ekki eins og það trufli fólkið sem notar þessa þjónustu, enda er það flest heyrnarlaust...

|