9.7.04

laxveiði og lyfjafræði

nú hefir ungverja áskotnast boð í laxveiði. hyggst hann þyggja boðið, enda ekki af verri endanum. För er heitið í Norðurá, sem löngum hefur haft titilinn fegurst áa. Veiðin í sprænunni hefur verið að glæðast, og núna í síðustu viku var holl sem fékk yfir 100 fiska. Ungverji myndi þó láta sér nægja útiveruna, og samveruna með settinu (pabbi og mamma). Gaman að því. Í framhaldi af þessu boði, hefir ungverji ákveðið að hætta stórmennskustælunum og sætta sig við tvistinn í físíó, og veiða heldur lax, en einkunnir, enda hið fyrrnefnda mun skemmtilegra.

Lyfjafræði les ungverji um þessar mundir í miklum makindum. Gaman er að því, enda um upprifjun og framhaldsnám í bíókemíu og físíó að ræða. Skruddan sem ungverji les úr, er úr hinni víðfrægu MRS séríu, og er víðfem. Það er þó ekki örgrannt um að ungverji hefði keypt bókina dýru verði, enda töflur þær sem bókin inniheldur, mjög góðar, og útlista reseptoravitleysuna sem ósjaldan var flett upp í byrjun júnímánaðar.

mikið var þetta nú leiðinlegt blogg...

|