10.7.04

Krónísk hægðatregða Íslendinga

Það vita það allir sem hafa þjáðst af hægðatregðu, að það er ekki beint þægilegt; Og þeir sem eru svo lánsamir að hafa sloppið, hljóta að geta gert sér í hugarlund hversu óþægilegt það er. Fólk verður pirrað, æst, óþreyjufullt og hefur flest á hornum sér. Nú eru til ýmis lyf við þessum kvilla, og því er skrítið að svo margir Íslendingar skuli, að því er virðist, þjást af hægðatregðu.

Fólk man e.t.v. eftir víkingasverðinu mikla sem reisa átti (á) á hringtorginu fyrir framan Þjóðminjasafnið. Fyrirtaks hugmynd, vel framkvæmanleg og myndi vafalaust lífga upp á annars litlausa borgina. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til fólk stökk upp og æpti: "ÚLFUR, ÚLFUR". Þetta er reðurtákn, hélt fólkið fram. OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? Er ekki bara allt í lagi að hafa reðurtákn á e-u hringtorgi? Ungverja gæti bara ekki verið meira sama. Ef fólk er svona stressað yfir þessu, væri svosem hægt að reisa nokkurs konar "sníp-tákn" uppi á Hagatorgi, nú eða bara hafa þetta tvennt saman þarna á spyldunni fyrir framan Þjóðminjasafnið.

Svo er það þessi Majonesdolla. Það verður að segjast að Ungverji sprakk úr hlátri þegar hann sá þessa dollu í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skemmstu og sagði: "Djöfulsins snilld!!!". Svo kárnaði gamanaið þegar harðlífis-lýðurinn þarna á Suðurlandi hrópaði upp yfir sig að þetta dygði nú ekki. Ekki hefði verið sótt um tilskilin leyfi, og skriflegt samþykki á hinum og þessum staðnum. Er ekki allt í lagi hjá fólki? Augljóslega ekki, því þetta fólk er greinilega með hægðatregðu á háu stigi. Eigandi Gunnars Majones, á landið þar sem dollan er, og hann talaði við Sýsla á Selfossi, og Sýsli sagði víst OK. Gott tsjill. En neibb. Húsmæður úr Vesturbænum hafa greinilega átt leið hjá, og verið ofboðið.

Spurningin er, hvort ekki ætti að boða alla landsmenn í Lýðheilsustöð og skikka ofan í liðið laxerandi. Þetta náttúrulega er ekki hægt.

Spurning hvort brugðist hefði verið eins við, hefði Gunnar sett upp risa laxerolíu dunk þarna á túninu. Fólk hefði sennilega bara fengið sér sopa. Svo bara brunað á Hellu og beint í Söluskálann. Atvinnu og heilsubætandi...

Fólk skilur ekki, að það var svona sem talíbanarnir byrjuðu. Hvernig væri nú aðeins að tsjilla á pakkanum, og fá sér majones... létt majones.

|