4.8.04

Verslunarmannahelgin...

...var bara drullugóð. Þónokkur drulla varð á vegi Ungverja og ferðafélaga á leiðinni upp Kjöl. Þá er ekki átt við frakka-fíflin sem týndust/týndust ekki uppi á fjalli. Þetta lið... Það var drullukalt á Hveravöllum, og því ákveðið að rúnta smáspotta niður í Varmahlíð, sem stóð ekki undir nafni, fyrr en á mánudeginum. Ferðin uppeftir gekk vel, fyrir utan að verða fyrir skýi sem ákvað að detta af himnum ofan, beint ofan á Patrolinn. Demban hefði verið vel þegin á bakaleiðinni, enda bíllinn aurugur upp eftir öllu, og tók 45 mínútur að skola skítinn af. Ferðalangar skunduðu um bílastæðið á Hveravöllum, drepast úr kulda, og allt í rugli. Skipulaginu var þó komið á á hvelli, um leið og einum volgum hafði verið slátrað.
Grillun á svína-tilboðsborgurum úr Bónus í Hveragerði gekk eins og búast mátti við, sæmilega, og voru tæjurnar sem urðu eftir á grindinni (eftir að líter af slökkviolíu og grillkolum var brennt) étnar á nótæm.
Bílför um Vatnsnes, með viðkomu í Kántrýbæ hvar snæddir af bestu list voru kokteilsósuhjúpaðir tvöfaldir Kántrýborgarar með osti og frönskum, og Sauðárkróki hvar Edda dumpaði einum feitum í klóstið hjá frænku sinni var fín. Fótbrotin rolla og 3 dauðir fuglar, einn vængbrotinn eftir að Ungverji grýtti hann fram af klettabrún, og ófá þvottabretti voru ekki til að stöðva ferðina. Mjög gaman, og gott að enda þetta í pottinum í Varmahlíð, þrátt fyrir óbjóðsfroðuógeðið sem tók sér bólfestu í bringuhárum Ungverja. Kvöldið var svo tileinkað minningu um Geirmund Valtýsson, sem varð af ballgestum. Salmonellukjúllinn úr Bónus stóð fyrir sínu, ásamt víninu (sem náttúrulega kemur ekki mörgum á óvart). Kata tók Helgu-pakkann á þetta og spúði út fortjaldið, og undirritaður var kurteis og ældi að ungverskum sið í trjárunna. Tjaldstæðið rumskaði, vægast sagt, við aðfarirnar, enda ekki við öðru að búast þegar Ungverji þenur æluböndin í fjallasal.
Ógeð ferðarinnar var þó hvorki ælan í fortjaldinu, né trjárunnanum. Salmonellukjúllinn var himnasending við hliðina á hræinu sem Varmahlíðarmenn kalla hamborgara með frönskum. Það eina góða við þá máltíð var kókið, sem stóð fyrir sínu. Þránuð olía, myglaðar kartöflur, ósteikt kjöt og óbærilegur sviti var ekki það sem þunnir ferðalangar þrá...
Á ferðinni til baka gerðist fátt markverðara en það að föruneytið sá sjón merka. Sýnin var sú að þýðverskir fararstjórar þváu bílkost sinn með vatnsflösku og pappírssnifsi að vopni. Hvers vegna, þegar hálfur Kjölur er eftir... Þjóðverjar...

Heilbrigðisráðherra slóst svo í förina á Hveravöllum og var þar með löglega forfallaður frá innsetningu forsetans. Hann stoppaði við Gullfoss og fékk sér pullu með öllu og ís, eins og við hin, á Geysi. Merkileg verðlagning á þeirri búllu, barnaís (hálfur líter) hundrað og fimmtíu kall. Ónýtur steinn og sprittkerti (selt undir yfirskininu "listaverk") á litlar fjögurþúsund krónur. Slæmur díll það, enda grandalausir ferðamenn með bakpoka helstu fórnarlömbin.

Frussukúkurinn kíkti bara ekkert í heimsókn, og fín ferð að baki í mjög góðum félagsskap. Atli, Hulda, Edda og Kata: Takk kærlega fyrir mig, og frábæra helgi.
Að ári?

góðar stundir

|