3.12.04

Já, mikið er ég feginn að þessi önn er að verða búin.
Nú er farið að styttast í heimferð, og staðfest að lent verður 17.des á klakanum. YNDI!!!
Mikið væri ég til í að vera læknir og taka vakt á aðfangadag og jóladag. Í staðinn taka bara frí í mánuð í sumar. Ekki allslæmt það verð ég að segja...

en jæja, búinn að taka út fyrir leigunni, og þarf að stofna bankareikning... ómennskan uppmáluð.

Svo er jólaglögg í kvöld hjá Bessa og Róberti og Elmu. Það verður magnað, enda allir íslendingarnir að koma saman, sem gerist ekkert alltof oft, sérstaklega ekki þegar við erum orðin svona mörg. 30 stykki. Stebbi Fiðla og Hanna Glögg verða á staðnum, svo stemmingin verður vafalítið til staðar!!!

Kallinn ætlar að mæta með pastarétt, eða svona skinku/aspas brauðrétt með campbells súpu. YNDI!!!

|