10.11.04

þetta er yndislegt...

magnað að lesa um svona vitleysu. Þetta er tekið af mbl.is í dag:

Dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að rífa upp salernisskál

Ólafsfirðingur á sextugsaldri var á mánudaginn í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ruðst inn í íbúð nágranna síns í óleyfi og rifið þar upp salernisskál.

Í málsskjölum segir ennfremur að ákærði hafi „með aðgerðum þessum eyðilagt salernisskálina“. Atvikið átti sér stað fyrir tæpu ári. Í dómi réttarins segir að það sé metið ákærða til málsbóta að hann hafi ekki fyrr sætt refsingum.

Ákærði flutti mál sitt sjálfur fyrir dómi og neitaði þar að hafa ruðst inn á heimili nágrannans, en fyrri framburður hans - sem hann sagðist hafa gefið undir miklu álagi og áhrifum sterkra lyfja - þótti nægjanlega vel studdur framburði annarra vitna til að neitun hans fyrir dómi þætti ótrúverðug.

Ágreiningsefni nágrannanna, ákærða og ákæranda, mun hafa verið leki í salernisröri sem gert hafði verið við til bráðabirgða. Sagði ákærði að slælegt viðhald á íbúð ákæranda hefði leitt til stórtjóns á sinni íbúð.

Ennfremur bar ákærði að einn morguninn hafi sér þótt mælirinn fullur: „Um morguninn þegar ég kom fram úr rúminu og gekk fram á salernið ... blasti við mér ófögur sjón. Mannasaur og hland var út um allt, á veggjum og á gólfinu. [Ákærandi] hafði þá sturtað niður um nóttina eða morguninn og því var ógeðið út um allt.“

Sagði ákærði að daginn áður hafi ákærandi lofað að sturta ekki oftar niður úr salerninu fyrr en búið væri að laga rörið. Þegar ákærandi hafi síðan enn sturtað niður er leið nær hádegi hafi sér verið nóg boðið: „Ég var svo reiður að ég fór inn á salernið hjá [ákæranda] og kippti því upp úr gólfinu. Ég lagði það á hliðina og fór síðan út aftur.“

Þessi gaur er snillingur!!!

|