Já, það er ekki einleikið með þessi ferðalög mín...
Ég fór semsagt með Stebba á föstudaginn frá Debrecen til Búdapest. Það gekk vel. Við reyndum að kaupa gardínur fyrir Daða, en hann klikkaði á að panta efnið, svo það var uppselt. Gott og vel. Við Stebbi vorum búnir að ákveða að fá okkur Subway í Búdapest svona til að seðja sárasta hungrið, og viti menn. Subway var beint á móti INKU, sem var einmitt þessi gardínubúð. YNDI.
Svo fórum við út á flugvöll, svona um 2 leytið með Minibus skutlu. Gekk vel, og kostaði ekki rassgat.Við vorum komnir út á flugvöll svona um hálf þrjú. Svo aðskildumst við Stebbi, því hann flaug með Wizzair, en ég með Malév (sitthvort terminalið). Ég gat ekki tékkað mig inn fyrr en klukkutíma síðar (djöfulsins skriffinsku fargan). En allavega, svo þegar ég kem inn í flugstöðina þá sé ég að það er verið að aflýsa flugum til allrar Evrópu. En flugið hans Stebba fór að sjálfsögðu á réttum tíma. Alltaf stendur samt Copenhagen On Time. Flugið mitt átti að fara klukkan 17:40. Boarding klukkan 17:20. Klukkan sex fer ég og spyr hvort það verði mikil seinkun, því ég þurfi að ná flugi áfram til Íslands, frá Kaupmannahöfn klukkan tíu. Jújú, það verður ekkert mál. Þetta er bara smá seinkun, út af ísingunni, og það er svo mikið að gera hjá köllunum sem eru að afísa.
Svo þegar klukkan er orðin átta stendur mér ekki lengur á sama. Ég fer og tala við tsjellinguna aftur. Já, nú erum við bara búin með afísingarefnið, og við þurfum að keyra í hálftíma til að ná í það, svo það verður allavega klukkutími í viðbót. Um það bil 10 mín síðar er tilkynnt að flugvellinum sé lokað. FANfuckingTASTIC!!!
Ég varð náttúrulega nett brjálaður. Þó ekki jafn psycho og gellan sem sat við hliðina á mér. Hún átti að vera að djamma í London eins og sumir sem ég þekki.
Hún allavega fór og öskraði á einhvern flugvallarstarfsmann sem var að hlæja að farþegum sem voru reiðir.
Allavega, mér var svo gert að standa í biðröð í hálftíma til að fá að vita að þær gætu ekkert gert, nema að láta mig fá flug til Köben morguninn eftir. That´s it. Far niður í bæ, hótel, far á völlinn, og svo litla vandamálið, flug frá köben til keflavíkur. Það var ekki boðið upp á þannig þjónustu.
Hins vegar eftir fjögurra tíma svefn (vaknaður klukkan 4) á 80 evru hótelinu, var ég vaknaður, klæddi mig, fór út á flugvöll, og bara sat þar þangað til klukkan hálf átta. Þá var pakkað út í vél, og allt leit vel út. Hins vegar sátum við þar í tæpa tvo tíma, vegna þess að einungis var leyfilegt að láta einn bíl afísa vélina í einu. EINN FOKKING BÍL!!! Þetta er ekki hægt. Svo, tveimur tímum of seint komst ég til köben, bara til að uppgötva að það var 2 tíma seinkun á Icelandair vélinni. Ég tsjillaði því bara á Kastrup og drakk yndislegan kaldan Carlsberg.
Kom svo heim, í nýtt hús (nokkuð flott bara verð ég að segja), borðaði kvöldmat, fór á fyllerí og fór svo að sofa svona um 6 leytið. Búinn að vaka í 27 tíma. Góður pakki það.
Ég held að í framtíðinni ferðist ég bara með einkaþotu. Engin seinkun, týni ekki farangrinum, ekkert vesen.
Óskalistinn í ár:
Einkaþota með flugmanni
flugvöllur
flugfreyjur í ómældu magni (ég splæsi sokkabuxum á línuna...)
gleðileg jól öll sömul.
<< Home