12.2.05

SK 779 BUDAPEST CANCELLED

The Eggert Travelling Saga Continues...

Jamm... Nú heldur raunasaga mín af ferðalögum milli Ungverjalands og Íslands áfram.
Það gekk sæmilega að komast til Keflavíkur, þrátt fyrir að ég hafi enn verið ölvaður eftir skemmtunina í Partýhöllinni(tm) í gærkvöldi. Ferðin var sæmileg. Ókyrrð í lofti, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég reyndar fékk sæti í sætaröð 31. Ekki uppáhaldið mitt. En það voru sætar flugfreyjur aftur í svo þetta var ágætt. Ég lendi svo í Köben á réttum tíma, þrátt fyrir seinkun (can u belive it???). Ég kem svo út úr rananum á Kastrup og fer beint að skjánum og tékka á fluginu mínu til Budapest. Það fyrsta sem ég sé er að það er allt í góðum pakka, engum flugum aflýst eða neitt, eða hvað... Ég lít aðeins lengra og hvað sé ég þá???

SK 779 BUDAPEST CANCELLED

Já, þetta er ótrúlegt. Ég get ekki komist hérna á milli, án þess að lenda í einhverju rugli!!!
Ég sit semsagt og skrifa þetta á hótelherbergi á Radisson SAS Scandinavia, eitt flottasta hótelið í Köben, allt á kostnað SAS. Fékk taxa til og frá Kastrup, hádegismat, kvöldmat, morgunmat, allt á kostnað sænksra skattgreiðenda. Skermurinn er væntanlega ánægður með það.
En þetta er drullugott herbergi, er á 16. hæð, og ég sé niður í bæ. Ég er semsagt mjög sáttur, sérstaklega þar sem ég borga ekki krónu. Það eina er að maður náttúrulega kemst ekki á réttum tíma til sín heima. En það er ekki eins og ég sé eitthvað óvanur þessu rugli.

ANDSKOTINN!!! ég myndi gefa á mér hægri vísifingur fyrir að komast einu sinni klakklaust hérna á milli. Þetta er ótrúlegt.

|