24.12.04

Jólablogg.

Já, mig langaði bara að blogga aðeins, svona í tilefni hátíðanna.

Ekki það að ég sé mikill guðsmaður, en jólin eru alltaf heilög í mínum augum. Það er alltaf svo hátíðlegt hérna heima. Það lítur út fyrir að það verði svipað upp á teningnum í ár, eins og hin árin.

Vona bara að liðið sem er úti hafi það jafngott og við hérna heima. Hanna lendi ekki í ómennsku á Akranesinu, og Björg á Skjóli.

Vona að þið hafið það gott yfir jólin,
kveðja frá ritstjórn Domus Hungaricus.

Gleðileg Jól

|