30.12.04

Andskoti rignir hann...

Já, ég er ekki hress með þessa veðurspá sem er gerð fyrir morgundaginn. Tuttugu metrar á sekúndu, snjór og slydda. Fyrirtaksskotveður.

Hins vegar rignir líka upp í nefið á mér þessa stundina. Ástæðan er sú að ég var á tónleikum MR kórsins. Mjög gaman að hlusta á kórinn, sömu lögin og maður var að syngja hér fyrir nokkrum árum. Hins vegar það sem mér fannst magnað var að hlusta á bróður minn, Harald, gaula fyrir viðstadda. Hann reyndar gaulaði ekkert, heldur bara söng af mikilli list fyrir tónleikagesti. Þeir sýndu líka ánægju sína með rausnarlegu lófaklappi. Ég allavega var mjög stressaður rétt áður en hann byrjaði. Púlsinn farinn að slaga í 200 og svitinn bara ómennskur. Það róaðist hins vegar fljótlega, því drengurinn söng bara nánast eins og rámur engill ;)
Stórsöngvarar þjóðarinnar vari sig, því guttinn á eftir að gera það gott á klakanum, og hver veit, kannski erlendis líka...

jamm, það er ekki laust við að ég sé stoltur af litla bróður...


annars var ég búinn að hugsa um að skrifa annál ársins sem er að líða. Ég bara nenni því ekki. Kannski ég geri það þegar prófin eru búin, og ég kannski kominn með internet. ha...

annars býð ég gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu, og afsaka slappleika minn með að halda sambandi við ykkur, sem lesið þetta, og ykkur hin sem ekki lesið þetta. Góðar stundir, og ég mæli með mökkölvun á morgun.

|