The story continues...
Já, þetta var sko ekki allt. Andskotinn hafi það.
Ég fór út að borða á mjög fínum veitingastað í Köben. Bað reyndar leigubílstjórann að fara á pizza hut, en hann vildi ekki sjá það, og fór með mig á þennan líka fína ítalska stað í miðbænum. Þar naut ég hálfrar rauðvínsflösku í félagi við pizzuna mína, og bráðhuggulega þjónustustúlku sem yfirþjónninn setti yfir mig. Ég get ekki kvartað yfir því.
Ég vakna svo um tíu leytið, fer í morgunmat, og er bara í gúddí fílíng.
Ég kem á kastrup, og sé þá að tjah, would you belive it??? SK779 Budapest Cancelled
FRÁBÆRT!!!
Konan í tjekkinninu sagði að ég yrði þá bara að fara til Dusseldorf. Mér var í rauninni alveg sama. Ég vildi bara komast burt. Komst til Dusseldorf. Ég ekkert smá feginn, enda gott veður, og konan í köben hringdi fyrir mig á flugvöllinn til að ganga úr skugga um að flugið færi pottþétt. Jújú, pottþétt.
Svo hinkra ég bara í Dusseldorf. Og hvað haldiði???
LH3443 BUDAPEST ANNULIERT/CANCELLED
ég hleyp niður í geitið, og öskra á konuna, ekki sáttur. Þá er flugvélin biluð. Hún bókar mig, og hina 20 farþegana í flug 5 mín seinna með Air Berlin. Þegar 3 min eru í brottför hjá Airberlin erum við að koma að geitinu. Þá bakkar hún út, helvítis flugvélardrullan.
Þá segir konan í geitinu. So, you can do two things, stay here, or go to Frankfurt. Ég til Frankfurt í strætó. Frábært, 250 km í strætó. Komum þangað einum og hálfum tíma síðar, rétt slefum í tékkinnið, og þurfum svo að hlaupa yfir allan helvítis flugvöllinn, sem btw er mesta skrímsli í evrópu (við erum að tala um 1024 tékk-inn borð). Og allavega, rétt slefum í flugið, og ég komst til Budapest klukkan að verða tólf. Þar beið gaurinn á bílnum eftir mér, búinn að bíða síðan klukkan 7. Og Ég komst svo heim eftir ógeðslegna hægakstur vegna þoku, um klukkan hálffjögur. Var svo mættur í skólann klukkan 2 eftir hádegi, til þess eins að láta hrauna yfir mig fyrir að hafa ekki mætt í fyrirlestur klukkan átta um morguninn.
the story of my life.
<< Home