28.6.04

þetta er náttúrulega ekki hægt...

ungverjinn byrjaður að lesa, og það fyrir 4. árið... ekki mikið vit í því, en gaman er það

|

27.6.04

óþolandi helvítis...

Já, enn og aftur hefir ungverjinn fundið andskota sinn. Í þetta sinn eru það trúðarnir í táknmálsfréttunum. Hver kannast ekki við að vera að horfa á sjónvarpið, svo koma auglýsingarnar, og hvað svo? Jú allt í einu kemur eitthvað fífl á skjáinn og baðar út öllum öngum, og enginn veit hvað er í gangi! Þetta gengur á í um það bil 10-12 mínútur. Ekki heyrist bofs á meðan.
Ungverji þolir þetta einna minnst af flestu, og fer á sama stað og þöglu 15 sekúndurnar á Gufunni sem koma svona tvisvar þrisvar á dag.
En aftur að táknmálstrúðunum. Það verður að viðurkennast að þetta er þörf og eflaust mjög góð þjónusta. En afhverju ekki að hafa smá músík, fá rythma og melódíu í þetta? Það er ekki eins og það trufli fólkið sem notar þessa þjónustu, enda er það flest heyrnarlaust...

|

26.6.04

já bletz...

ungverji situr nú yfir elliæru, móðursjúku en almennt mjög fínu fólki á Sóltúni. Gaman að því. Bjarturinn er á hæðinni fyrir neðan, en ég get ekki hlaupið niður, því enginn er vaktsíminn. Fólkið myndi hringja, og enginn svara, því ungverji væri upptekinn að hlæja að vitleysunni í Bessanum.
slæmt mál það.

hins vegar lýsir ungverji eftir uppástungum á vísum til að skrifa á kjörseðil, enda stefnir allt í það að ungverji geri ógilt í kosningunum á morgun. Það yrði ekki ýkja ólíkt því þegar Jón Arnar Magnússon, helsti íþróttakappi okkar Íslendinga, fer á stórmót og gerir ógilt. Það þykir ungverja gaman að horfa á, enda ekki á hverjum degi sem íslenskir íþróttamenn fara á stórmót og gera jafn oft ógilt og hætta keppni sökum meiðsla. Þau meiðsl verða einmitt þegar Nonni stekkur vitlaust og hrapar neðan af plankanum vitlausum megin. Magnað!!!

Annars er lítið í fréttum. Ungverj mun láta vita um leið og eitthvað markvert gerist.

jæja, markverðar fréttir flugu upp í huga ungverja. Frakkar voru jú að detta úr keppni á EM í Portúgal. Á móti Grikkjum. Af öllum þjóðum. Maria Michaelidu vinkona góð úr Ungverjalandi er vægast sagt glöð, en fljóðið er af Kýpur, sem kallar sig Grikkland á hátíðlegum stundum. Gaman að segja frá því.

|

25.6.04

Dauði og eyðilegging!

Það var hrikalegt að horfa upp á vitleysuna sem gekk yfir á RÚV í gærkvöldi. Sýndur var þessi prýðisleikur Portúgal-England. Mjög góður leikur, og spennandi í alla staði.
Forsíðan á "The Sun" skýrir ansi vel stöðu Tjallanna í þessu máli: "You Swiss Banker; idiot ref robs Becks heroes". Ungverja hefði þó fundist betra að segja: "You Swiss wanker...", en einmitt það missti fréttamaður SkyNews út úr sér í nótt, þegar ungverji kveikti á Sky. Þessi dómari hefur náttúrulega fyrirgert tilverurétti sínum með þessari vitleysu!
Það verður reyndar að hrósa Portúgölunum með þessa frammistöðu. Hún var mjög sannfærandi, og það sama má segja um Englendingana.

Svo er náttúrulega allt annað mál með íslenska landsliðið í handbolta. Þessi hefðar-pakki er náttúrulega ekki hægt. Guðmundur Þ. var í þessu að tilkynna landsliðið, og það er sama ruglið uppi á teningnum og fyrir síðasta stórmót í Slóvakíu. Patti og Dagur eru valdir aftur, þrátt fyrir hörmulega frammistöðu síðast. Það er því ljóst að íslenska landsliðið í handknattleik er á leiðinni ofan í rotþrónna enn einu sinni.

Svo gleður það ungverja að tilkynna að nýr Súlnasalur verður tekinn í notkun í byrjun nóvember að öllum líkindum. Fólk er velkomið að koma í heimsókn á gamla staðinn allt þar til hann hefir verið tæmdur og seldur, væntanlega á svipuðum tíma.

góðar stundir.

|

Dauði og eyðilegging!

Það var hrikalegt að horfa upp á vitleysuna sem gekk yfir á RÚV í gærkvöldi. Sýndur var þessi prýðisleikur Portúgal-England. Mjög góður leikur, og spennandi í alla staði.
Forsíðan á "The Sun" skýrir ansi vel stöðu Tjallanna í þessu máli: "You Swiss Banker; idiot ref robs Becks heroes". Ungverja hefði þó fundist betra að segja: "You Swiss wanker...", en einmitt það missti fréttamaður SkyNews út úr sér í nótt, þegar ungverji kveikti á Sky. Þessi dómari hefur náttúrulega fyrirgert tilverurétti sínum með þessari vitleysu!
Það verður reyndar að hrósa Portúgölunum með þessa frammistöðu. Hún var mjög sannfærandi, og það sama má segja um Englendingana.

Svo er náttúrulega allt annað mál með íslenska landsliðið í handbolta. Þessi hefðar-pakki er náttúrulega ekki hægt. Guðmundur Þ. var í þessu að tilkynna landsliðið, og það er sama ruglið uppi á teningnum og fyrir síðasta stórmót í Slóvakíu. Patti og Dagur eru valdir aftur, þrátt fyrir hörmulega frammistöðu síðast. Það er því ljóst að íslenska landsliðið í handknattleik er á leiðinni ofan í rotþrónna enn einu sinni.

Svo gleður það ungverja að tilkynna að nýr Súlnasalur verður tekinn í notkun í byrjun nóvember að öllum líkindum. Fólk er velkomið að koma í heimsókn á gamla staðinn allt þar til hann hefir verið tæmdur og seldur, væntanlega á svipuðum tíma.

góðar stundir.

|

18.6.04

jæja hér...

sjaldan hefir ungverja svelgst jafn kröftuglega á, og núna í morgun, er hann opnaði fyrir upplýsingahraðbrautina. Í upphafi var náttúrulega ljósið og allt það, en ungverjinn byrjaði að venju á mogganum. Las þar um dauða amríska hermenn í Írak, enn fleiri dauða íraska venjulega menn í írak, og hinn dularfulla draug, sem Rumsfeld & co. hefur haldið í 7 mánuði á laun í rammgerðu fangelsi. Ungverja finnst nú magnað að þessir menn komist upp með þetta. Það kemur svo pottþétt í ljós að Osama bin Laden er mættur. Spurning samt hvort þeir gætu haldið því leyndu...

það var hins vegar ekk þetta sem olli svelgingu ungverja.
Nú er mönnum almennt kunnugt um þann ósið að kalla ungverja Ester. Ungverji er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu, en lætur þetta, eins og svo margt yfir sig ganga, og tekur með stóískri ró... oftast.
Nú hefur þetta smitast til hinna ríku og frægu útí heimi. Ester Barta var lengi vel sú eina sem hélt merkinu uppi, en nú er komin önnur. Madonna sjálf, besta vinkona Britney, vill núorðið ólm láta kalla sig Ester. Ungverji skilur þetta svosem alveg, en ætlar sér þó að ræða málið við Madonnu, og gera henni grein fyrir að hún geti ekki bara allt í einu ákveðið að hún verði kölluð Ester í framtíðinni. Um slíkar nafngiftir gilda ákveðnar hefðir, eins og t.d. er rík hefð fyrir því að fyrir nafngiftinni standi snælduvitlaus arabi, sem drepur snáka með kæfingu í frístundum. Það þýðir ekkert bara að stökkva upp í heimspressunni og krefjast þess að vera kölluð Ester, þvert á allar hefðir og venjur.

Annars hefur Íslands dvöl ungverja verið viðburðasnauð fram að þessu. Mikið hefur verið slappað af og sofið. Ekki vanþörf á, enda mikið verið lesið undanfarið og tekið af prófum, og kominn tími á smá R&R.

Ekki má gleyma að óska þjóðinni til hamingju með gærdaginn. Hins vegar fær mogginn ekkert prik fyrir að gleyma að segja landsmönnum að hann kæmi ekki út í dag. Ekki sniðugt. Foreldrar ungverja sátu við eldhúsborðið í morgun, agndofa og orðlaus yfir framhleypni og fárskap þeim er ritstjórn Morgunblaðsins sýnir æ ofan í æ gagnvart grandalausum áskrifendum. Fólk sat bara uppi með Baugstíðindi, full af saurburði á forsætisráðherrann. Foreldrar ungverja, sem og flestir aðrir landsmenn, kæra sig bara ekkert um saurburð yfir morgunverðar teinu. Best þykir að láta það bíða fram undir kaffi.

góðar stundir.

|

13.6.04

Ísland heilsar...

...með rigningarsudda og roki. Mikið var það nú yndislegt er ungverji steig fæti á landið góða, að fá rigninguna beint upp í nefið. Ekki af því að venjulega rigni upp í nefið á ungverja, alls ekki. Heldur vegna þess að svo brjálað var veðrið í Keflavík, að það rigndi upp. Gaman.

Annars voru hefðbundnir hnökrar á ferð ungverja. Taskan týndist, ungverji kom reyndar heim með vitlausu flugi frá köben, sem var gott. Ella hefði verið transit í 11 klukkutíma. Þó það sé voða gaman í Köben, gengur slíkt náttúrulega ekki. En hið góða var að ungverji sat á 1st class alla leið. Þykir ekki sérlega slæmt. Svo var hringt í ungverja klukkan 8.36 í morgun, til að tilkynna um töskuna. Ungverji var með á silent.

Annars þykir gott að vera kominn. Lítið rúm ungverja beið, var og gott. Og ekki þykir verra að vera með internet.

jæja, ungverji lætur þetta duga að sinni en meira kemur síðar.

|

2.6.04

Úff, frá miklu er að segja...

Frá því ungverji settist síðast fyrir frama skjáinn, hefur talsvert gerst. Byrjum þó á byrjuninni.


Britney

Ungverji lagði af stað frá Debrecen um eitt leytið ásamt Baba Strici og Bessa á leið til Budapest til þess að éta PizzaHut, og svo aðalatriðið: Britney!!!

Þessi tónleikar voru ólýsanlegir. Byrjuðu þó ekki vel, enda ógeðið hún Skye Sweetnam gargandi í klukkutíma uppi á sviði ekki beint það sem óþreyjufullir Britney aðdáendur vildu sjá. En það kom þó að því, að klukkan 20:50 steig drottningin fram á sviðið og þandi raddböndin og flest önnur bönd líka til hins ýtrasta. Hún byrjaði á Toxic og allt trylltist, undirritaður þar fremstur í flokki. Svo fylgdu ný og gömul lög í bland. Hún skoppaði, dansaði, kyssti og nuddaði uppi á sviði í rúma tvo tíma, sem liðu eins og fimm mínútúr. Þó verður að segjast að ungverji saknaði tveggja laga: Stronger og Lucky, en annars voru þetta lýtalausir tónleikar, og gaman að heyra Hit me baby... í djassaðri útgáfu.
Kannski er best að lýsa því þannig, að þessir tónleikar urðu þess ekki valdandi að ungverji afskrifi Britney; þvert á móti, mun ungverji setja sér það mark að fara aftur, og sem oftast. Því miður voru myndaapparöt hvers kyns ekki leyfð í höllinni, en minningin lifir.
Hún er ótrúlegt flott, falleg, sexí... ungverji hefur ekki orðaforða til að lýsa því sem fram fór.
GARRRRRRRGANDI SNILLD.

Próf

Ungverji hefur lítið annað gert, fyrir utan að fara á britney, en að lesa fyrir helvítisbiochem (lífefnafræði) síðustu 17 daga. Prófið var í gær, og þrátt fyrir að hafa unnið vel yfir önnina, fengið 9 bónusstig, var ungverja neitað um þau. Prófessorinn sem prófaði ungverja "miskunnaði sig" yfir ungverja og sagði "You are the luckiest guy today. I gave you one point so you can continue with the oral...". Frekar súrt. En svo hélt ungverji áfram. Talaði um obesity, glycolysis, protooncogenes og building molecules of ECM ("what does it mean, ECM? Extra Cellular Matrix!!!" prof. Módis). Sæmilegir titlar. Gekk ok. Fékk 3 af 5. Ungverji veit að hann átti meira skilið, en er sáttur.

Svo er físíó á föstudag eftir viku. Heim á lau. eftir viku. Mikil tilhlökkun. Djamm??? Ekki spurning.

|